Fara í efni

Yfirlit frétta

14.07.2016

Breyting á tímatöflu Strætó

Flýta þarf brottför um 12 mínútur
12.07.2016

Götupartí við höfnina

Götupartí við höfnina Báran, með stuðningi Ísfélags Vestmannaeyja, stendur fyrir götupartíi við höfnina á Þórshöfn næstkomandi laugardag, 16. júlí 2016.
05.07.2016

Dósamóttaka á fimmtudaginn

Bebbi mætir til Þórshafnar nk.fimmtudag 07/07
28.06.2016

Ljósmyndasýning á Heiðarfjalli

Menningarverkefni sumarsins verður í öðru formi en í fyrra, en þá var verkefnið Spilað fyrir hafið sem tókst með ágætum. Í vor veitti Uppbyggingarsjóður Norðausturlands Langanesbyggð styrk til að vinna að uppsetningu ljósmyndasýningar um herstöðvarlífið á Heiðarfjalli. Ránar Jónsson sagnfræðinemi vinnur nú að því að safna saman myndum og upplýsingum, og þeir sem eiga ljósmyndir eða fróðleiksmola mega endilega hafa samband við hann. Sýningin verður sett upp inní því eina húsi sem enn stendur á fjallinu og stefnt er á opnun sýningarinnar 28. júlí. Umhverfissjóður Landsbankans veitti einnig styrk til að hreinsa til inní húsinu og lausarusli í kring um það.
22.06.2016

Fálkaungi fangaður á Þórshöfn

Í gær var fálkaunga komið til bjargar á Þórshöfn en hann var ófleygur og líklega grútarblautur. Fuglasérfræðingar báðu um að fuglinn yrði fangður eftir að myndir af honum komu á facebook síðu heimamanna. Hann gisti í góðu yfirlæti hjá Guðjóni Gamsa í nótt og fór með flugi til Reykjavíkur í dag. Þar tók Sunna Björk Ragnarsdóttir við honum en hún er líffræðingur sem sérhæfir sig í fuglarannsóknum. Þar gistir hann í nótt en fer á morgun í Húsdýragarðinn þar sem hann fær viðeigandi umönnun.
21.06.2016

Auglýsing um forsetakosningar

Forsetakosningar verða haldnar laugardaginn 25. júní 2016. Frá 15. júní 2016 til kjördags liggur kjörskrá Langanesbyggðar vegna forsetakosninganna frammi á skrifstofu Langanesbyggðar að Fjarðarvegi 3 á Þórshöfn og í versluninni Mónakó að Hafnargötu 4 á Bakkafirði.
21.06.2016

Íbúafundur vegna endurbóta Grunnskólans á Þórshöfn

Boðað er til íbúafundar vegna endurbóta á húsnæði Grunnskólans á Þórshöfn. Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu Þórsveri Þórshöfn miðvikudaginn 22. júní klukkan 20.00.
21.06.2016

Góð gjöf frá velunnurum Nausts

Á dögunum bárust Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn góðar gjafir frá velunnurum sínum sem hafa um nokkurt skeið selt handunnin kort til styrktar heimilinu.
21.06.2016

Atvinna í boði

Verkalýðsfélag Þórshafnar auglýsir eftir starfsmanni á skrifstofu
21.06.2016

Nýr vinkill Yst

Braggasýningin Nýr vinkill Yst verður Sólstöðuhátíðarhelgina á Skerinu, Kópaskeri, 24. - 26. júní ókeypis inn opið frá kl 11- 17