Fara í efni

Yfirlit frétta

24.09.2016

Fundur sveitarstjórnar

52. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Þórsveri, Þórshöfn þann 26.09.2016 kl. 17:00
23.09.2016

Ibby barnamenningarsamtök gefa bækur

Kátir lestrarhestar í fyrsta bekk
22.09.2016

Hollvinir afhenda grunnskólanum gjöf

Hollvinasamtök Grunnskólans á Þórshöfn stóðu fyrir söfnun í septemberbyrjun til að fjármagna kaup á námstengdum spilum og öðru afþreyingarefni fyrir nemendur skólans. Í sumar þurfti að henda öllu slíku efni vegna myglusvepps sem upp kom í húsnæðinu. Samfélagið brást mjög vel við og söfnuðust 390 þúsund krónur frá fyrirtækjum og einstaklingum, ásamt nokkrum nytsamlegum gjöfum sem allt mun koma að góðum notum fyrir nemendur skólans. Hollvinasamtökin þakka fyrir góðar kveðjur og framlög frá einstaklingum. Einnig fá eftirtalin fyrirtæki sérstakar þakkir fyrir veittan stuðning: Dawid smidur ehf, Verkalýðsfélag Þórshafnar, Bílaleiga Akureyrar, Gistiheimilið Lyngholt, Geir ÞH 150, Landsbankinn hf, Samkaup Strax, Þekkingarnet Þingeyinga, Vanda ehf, Berg Íslensk hönnun og Snyrtistofa Valgerðar. Börnin í yngstu bekkjunum tóku á móti fulltrúum Hollvina, þau voru heldur fín og segja TAKK KÆRLEGA FYRIR OKKUR.
21.09.2016

Sonur flugmannsins heiðraði minningu föður síns

Hjónin Russ og JoAnne Sims voru á Langanesi á föstudaginn og má segja að þau hafi komið ansi langt í sínum leiðangri en þau búa í Los Angeles. Í farteskinu voru þau með minningarskjöld um flugslysið sem átti sér stað á Sauðanesflugvelli árið 1969 en þá mistókst flugstjóranum Russel W. Sims að lenda flugvél bandaríska hersins. Flugvélarflakið liggur nærri þeim stað þar sem vélin endaði eftir að hafa runnið út af brautinni. Í skýrslu um flugslysið sem Russ Sims hafði undir höndum má finna nákvæmar upplýsingar um tildrög slyssins og tekið saman í aðalatriðum er það svo:
16.09.2016

Völundarhús plastins – á ferð

Sýning laugardaginn 17. september frá 13.00-17.00 í Grunnskólanum á Bakkafirði
15.09.2016

Lánasérfræðingur Byggðastofnunar til viðtals

Lánasérfræðingur Byggðastofnunar verður til viðtals
13.09.2016

Dósir og flöskur

Bebbi verður á sínum stað á fimmtudaginn milli 13:00-16:30
12.09.2016

Íbúafundur vegna mögulegrar stórskipahafnar í Finnafirði

Þriðjudaginn 13. september klukkan 20:00 verður haldinn íbúafundur í tengslum við Finnafjarðarverkefnið, í félagsheimilinu Þórsveri, Þórshöfn.
09.09.2016

Lokun skrifstofu

Vegna fundarhalda verður skrifstofa Langanesbyggðar lokuð í hádeginu í dag, föstudaginn 9. september. Beðist er velvirðingar á því ónæði sem þetta kann að valda.
08.09.2016

Stálgrindarhús rís við Langaholt

Það eru víða framkvæmdir stórar sem smáar í þorpinu. Við Langholt er Aðalbjörn Arnarsson að smíða sér 200 fermetra stálgrindarhús. Hann segir að húsið sé aðallega hugsað sem vinnu- og geymsluhúsnæði undir alls kyns verkfæri og dót þar sem hann er ekki með bílskúr heimavið, en hann starfar sem sjálfstæður verktaki. Grindurnar í húsið fékk hann á Jökuldal en þar var ónotuð skemma með góðum stálgrindum. Aðalbjörn stefnir á að steypa í gólfflötinn um helgina.