Fara í efni

Yfirlit frétta

20.11.2016

Brunavarnir Langanesbyggðar

Kæru íbúar Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps Nú fer að líða að jólum og þá er lag að yfirfara brunavarnirnar á heimilum okkar, því þar eru jú mestu verðmæti landsins, þ.e.a.s. börnin okkar og við sjálf.
17.11.2016

Ormahreinsun frestað!!

Vegna veðurs verður ormahreinsun hunda og katta frestað til 22.11
16.11.2016

Halló! Allir fullorðnir!

Íþróttanefnd fullorðinna félagsmanna (ÍFF) innan HSÞ hvetur eldri félaga og aðra fullorðna á öllum aldri, sem búa á héraðssvæði HSÞ, til að stunda reglulega hreyfingu.
16.11.2016

Ormahreinsun

Árleg ormahreinsun katta og hunda í Langanesbyggð fer fram þann 17.11.2016 á eftirtöldum tímum og stöðum:
14.11.2016

Bændur á leið á Þorrablót

Í janúar mætti myndatökufólk frá N4 á Þorrablót á Þórshöfn, og þar á undan í naglalakk og sérrýtár inní Gunnarsstaði en myndabrotið er úr þættinum Hvað segja bændur. Fyrst er þar viðtal við Sigríði Jóhannesdóttur, Hildi Stefánsdóttur og Vilborgu Stefánsdóttur, en í restina eru myndbrot frá Þorrablótinu og hefst það á mínútu 11.40. Gaman að þessu. http://www.n4.is/is/thaettir/file/hvad-segja-baendur-8-thattur-seinni-hluti
14.11.2016

Breytt flugáætlun hjá Norlandair frá 1.nóvember til 30.apríl

Brottför Þórshöfn – Akureyri kl. 10.10
13.11.2016

Hjónin á Felli færðu Björgunarsveitinni Hafliða björgunarlaun

Fyrir viku síðan var umfangsmikil björgunaraðgerð í Gunnólfsvíkurfjalli en þá var Reimar bóndi á Felli í sjálfheldu við fossinn Míganda og var bjargað af sérhæfðum klettabjörgunarmönnum, ásamt fjölmennu björgunarliði sem kom að aðstæðum. Þau hjónin, Reimar og Dagrún kona hans notuðu tækifærið um helgina til að afhenda Björgunarsveitinni Hafliða björgunarlaun, og komu einnig fram einlægum þökkum til allra þeirra sem komu að þessari giftusamlegu björgun. Reimar var í fjallinu að eltast við kindina Snöru sem hann sá með kíki heiman frá sér enda býr hann á Felli í Finnafirði, nánast við rætur fjallsins. Það fór þó svo að hann elti ána upp á klettasyllu en komst síðan ekki niður aftur. Um 80 manns komu að þessari björgunaraðgerð en aðstæður voru afar erfiðar og fór svo að marga klukkutíma tók að komast til hans í myrkri og rigningu. Það var ekki fyrr en undir morgun sem hann var kominn aftur í faðm fjölskyldurnar sem að vonum var ekki rótt á meðan á þessu stóð. Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð til, ásamt björgunarsveitum úr nágrenninu. Þá var áhöfnin á Geir ÞH kölluð til en þeir lýstu með sterkum ljóskastara upp í bjargið, ásamt bátinum Finna frá Bakkafirði.
11.11.2016

Skrifstofa Langanesbyggðar verður lokuð í dag

Vegna aðalfundar Eyþing þá lokar skrifstofa Langanesbyggðar kl. 12.00 í dag föstudaginn 11.11.2016.
10.11.2016

Bólusetning gegn inflúensu

Enn er hægt að fá bólusetningu
04.11.2016

Endurbætur hafnar á Sandi

Eitt af elstu húsum Þórshafnar er húsið Sandur við Eyrarveg, upphaflega nefnt Arahús. Endurbætur eru nú hafnar á húsinu en það hefur staðið autt í um 20 ár. Það er Nik Peros, eigandi veitinarstaðarins Bárunnar sem ætlar að glæða húsið lífi á ný. Húsið var byggt árið 1930 af Ara H. Jóhannessyni og Ásu Margréti Aðalmundardóttur. Á eftir Ara eignaðist Kaupfélag Langnesinga húsið og bjuggu þar kaupfélagsstjórar. Þetta gleður heimamenn, enda eitt af elstu húsunum sem eftir standa, og eina íbúðarhúsið sem enn stendur á hafnarsvæðinu sem áður var kallað Plássið. Á síðustu árum hafa mörg önnur eldri hús verið endurnýjuð og setur það sérstakan blæ á þorpið./GBJ