22.06.2016
Fálkaungi fangaður á Þórshöfn
Í gær var fálkaunga komið til bjargar á Þórshöfn en hann var ófleygur og líklega grútarblautur. Fuglasérfræðingar báðu um að fuglinn yrði fangður eftir að myndir af honum komu á facebook síðu heimamanna. Hann gisti í góðu yfirlæti hjá Guðjóni Gamsa í nótt og fór með flugi til Reykjavíkur í dag. Þar tók Sunna Björk Ragnarsdóttir við honum en hún er líffræðingur sem sérhæfir sig í fuglarannsóknum. Þar gistir hann í nótt en fer á morgun í Húsdýragarðinn þar sem hann fær viðeigandi umönnun.