Fara í efni

Yfirlit frétta

19.05.2016

Hreinsunardagur fjölskyldunnar á Bakkafirði og á Þórshöfn laugardaginn 21. maí

Hreinsunardagur fjölskyldunnar í okkar fögru þorpum verður að þessu sinni n.k. laugardag 21.maí. Allir sem vettlingi geta valdið og eiga heimangengt eru hvattir til að mæta stundvíslega...
17.05.2016

Vortónleikar Tónlistarskóla Langanebyggðar

Fimmtudaginn 19.maí kl.17.00 í Þórsveri. Allir velkomnir
13.05.2016

Hreindýr nærri Þórshöfn

Í vor hafa hreindýr gert sig heimkomin í Langanesbyggð, fjöldi dýra hafa verið fastagestir á Bakkafirði og á túnunum nærri Þórshöfn hafa nokkur dýr sést nokkrum sinnum. Þetta er ekki algeng sjón hér um slóðir og hafa heimamenn gaman af þessum fallegu dýrum. Í dag voru þessi dýr í rólegheitunum á túnunum nærri Fossá en röltu af stað þegar ljósmyndari nálgaðist.
12.05.2016

ATVINNA Í BOÐI - Vinnuskóli Langanesbyggðar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskóla Langanesbyggðar fyrir árið 2016. Vinnuskólinn hefst miðvikudaginn 1. júní og lýkur 29. júlí.
12.05.2016

Atvinna í boði - Flokkstjóri

Auglýst er eftir flokkstjórum við vinnuskólana á Þórshöfn og Bakkafirði í sumar. Viðkomendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.
10.05.2016

Grenjaleit í Langanesbyggð

Langanesbyggð óskar eftir aðilum til refaleitar og grenjavinnslu í sveitarfélaginu. Áhugasamir eru beðnir um að staðfesta áhuga sinn við sveitarstjóra Langanesbyggðar fyrir 20.05 2016.
10.05.2016

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands

Móttaka heyrnarfræðinga á Norðurlandi/Langanesi!
05.05.2016

Litla gula hænan og baunagrasið

Leiksýning á Bakkafirði föstudaginn 6.maí kl.18.00, boðið upp á kjötsúpu að sýningu lokinni. Árshátíð Grunnskólans á Bakkafirði þar sem nemendur munu leika og syngja af sinni einskæru snilld
04.05.2016

Dagur aldraðra í kirkjunni - uppstigningardagur

Um árabil hafa söfnuðir Langanesprestakalls og Hofsprestakalls staðið sameiginlega fyrir messu á degi aldraðra, sem haldinn er hátíðlegur á Uppstigningardegi, til skiptis í prestaköllunum og boðað til fagnaðar eftir athöfn.
03.05.2016

Markaður í Þórsveri

Sunnudaginn 8.maí kl.14.00 – 16.00 verður markaðsdagur í Þórsveri og eru allir velkomnir með varning til að selja, nýjar sem notaðar vörur, handavinnu, nýbakað eða hvað sem fólki dettur í hug.