03.06.2016
Ferðafélagið Norðurslóð: Raðganga upp með Jökulsárgljúfrum að austan
Í sumar bryddar Ferðafélagið Norðurslóð upp á nýju gönguverkefni á félagssvæði sínu, en það er raðganga upp með Jökulsárgljúfrum að austan. Gengið verður í fjórum áföngum frá Landsárgili upp að Dettifossi, fyrstu tveir áfangarnir í sumar og seinni tveir sumarið 2017.