Fara í efni

Yfirlit frétta

04.10.2017

Dósamóttaka á morgun, fimmtudag

Móttaka skilaskyldra umbúða er á morgun, fimmtudag milli kl. 14 og 16 bak við verslunina á Þórshöfn.
03.10.2017

Framkvæmdir hafnar við grunn að þjónustumiðstöð N1

Nú geta íbúar glaðst að sjá vinnuvélar að störfum á Þórshöfn þar sem byrjað er að taka grunn að nýrri þjónustumiðstöð N1. Reiknað er með að komið verði fokhelt hús fyrir áramót og skálinn geti opnað um mánaðarmót febrúar/mars. Eins og flestir vita þá brann söluskálinn sem fyrir var í desember á síðasta ári, og ánægjulegt verður að sjá nýjan skála rísa.
02.10.2017

Frjáls framlög á Bubbatónleikum

Þriðjudaginn 3. október kl. 20.30 verður Bubbi Morthens með tónleika í Þórshafnarkirkju. Þar flytur hann lög af nýrri plötu sinni Túngumál, ásamt eldra efni. Ekki er selt inná tónleikana en tekið er við frjálsum framlögum við inngang sem renna óskipt til Þórshafnarkirkju. Það er því um að gera að fjölmenna á tónleika, hlusta á góða tónlist og styrkja gott málefni í leiðinni. Gott að mæta tímanlega þannig tónleikar geti hafist á réttum tíma.
29.09.2017

Framkvæmdir við nýja þjónustumiðstöð

Framkvæmdir við nýja þjónustumiðstöð N1 hefjast í næstu viku
29.09.2017

71. fundargerð sveitarstjórnar á heimasíðunni

Fundargerð 71. fundar sveitarstjórnar, aukafundar, er komin á heimasíðu sveitarfélagsins
26.09.2017

Þekkingarnetið tekur við þjónustu við framhaldsskóladeild

Í gær var undirritaður samningur á milli Þekkingarnets Þingeyinga og Framhaldsskólans á Laugum um þjónustu ÞÞ við deild skólans á Þórshöfn. Framhaldsskóladeildin hefur verið rekin í Menntasetrinu í samvinnu við Langanesbyggð og starfsstöð Þekkingarnetsins síðan haustið 2009 en nemendafjöldi við deildina hefur verið misjafn eftir árum. Í ágúst hætti Hildur Stefánsdóttir sem verkefnastjóri en hún hafði starfað við deildina í 6 ár. Á haustönn eru tveir nemendur í hlutanámi en enginn nemandi í fullu námi og var því gripið á það ráð að ÞÞ þjónusti nemendur í vetur ásamt því að vinna að þróunarvinnu um áframhald og framtíðarsýn fyrir deildina. Þeir sem hafa áhuga á að stunda nám við deildina eða nýta sér þjónustuna er því bent á að hafa samband við Heiðrúnu heidrun(hja)hac.is (464-5144) eða Grétu Bergrúnu greta(hjá)hac.is
22.09.2017

Fundargerð 70. fundar sveitarstjórnar

Fundargerð 70. fundar sveitarstjórnar, sem haldinn var í gær, 21. sept. er komin á heimasíðuna hér
21.09.2017

Árleg inflúensubólusetning

Bólusett er á heilsugæslustöðinni á Þórshöfn alla virka daga eftir hádegi kl. 13:15-15:30
21.09.2017

Alþingiskosningar 28. október

Alþingiskosningar verða 28. október nk. Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis er viðmiðunardagur kjörskrárstofns 5 vikum fyrir kjördag
19.09.2017

Dagur ÞH 110 nýr bátur á Þórshöfn

Það er alltaf gaman þegar það kemur nýr bátur í plássið og í vikunni fór Dagur ÞH í sína fyrstu róðra. Báturinn er í eigu Fles ehf en skipstjóri er Jóhann Ægir Halldórsson. Í dag komu þeir með rúm 3 tonn að landi, ýsu, þorsk og steinbít en báturinn tekur í það mesta um 14 tonn. Með í för var einnig gráháfur sem er hákarlstegund. Þessi var nú ósköp lítill en getur orðið að hámarki 2 metra langur fullvaxinn.