Fara í efni

Yfirlit frétta

10.10.2017

72. fundur sveitarstjórnar

72. fundur sveitarstjórnar verður haldinn nk. fimmtudag, 12. október kl. 17, í félagsheimilinu Þórsveri og hefst fundur kl. 17:00.
10.10.2017

Jólaævintýri með afslætti

Flugfélögin Air Iceland Connect og Norlandair bjóða upp á hagstæð flugfargjöld til og frá Reykjavík frá Þórshöfn um hátíðarnar.
09.10.2017

Brunavarnir Langanesbyggðar vantar fólk

Langar þig til að starfa í slökkviliði? Nú leitum við að nýju fólki
09.10.2017

Akursels gulrætur opna vinnslu á Þórshöfn

Í sumar og haust hefur fyrirtækið Akursels gulrætur unnið að því að flytja starfsemi sína til Þórshafnar og Þistilfjarðar. Fyrirtækið selur úrvals lífrænar gulrætur og því afar ánægjulegt að fá slíka starfsemi hingað. Eigendur fyrirtækisins eru þau Sara Stefánsdóttir og Árni Sigurðsson, ásamt foreldrum Söru Sigurbjörgu Jónsdóttur og Stefáni Gunnarssyni. Á dögunum var smá opnunarteiti þar sem þessum áfanga var fagnað, en fyrirtækið hefur nú fengið pláss í öðrum helmingi vöruskemmu Landflutninga og Ísfélagsins að Langanesvegi 1. Þar eru gulræturnar þvegnar og pakkaðar en þau keyptu ný tæki inn í húsnæðið sem er mikill munur að sögn Söru. Í sumar var nær öll uppskeran enn að Katastöðum í Öxarfirði þar sem þau hafa búið undanfarin ár, en fyrirtækið hefur nú leigt jörðina Flögu í Þistilfirði og stefnt er að því að færa ræktunina þangað. Þegar mest lætur í illgresis baráttunni eða uppskeru og pökkun, starfa um 8 manns við fyrirtækið en á ársgrundvelli eru þetta um 3-4 stöðugildi. Þorsteinn Ægir oddviti Langanesbyggðar færði þeim blóm fyrir hönd sveitarfélagsins með árnaðaróskum um farsælan rekstur.
05.10.2017

Utankjörfundaratkvæðisgreiðsla

Hægt er að greiða atkvæði utan kjörfundar, vegna alþingiskosninganna 28. okt. nk. á skrifstofu Langanesbyggðar
04.10.2017

Dósamóttaka á morgun, fimmtudag

Móttaka skilaskyldra umbúða er á morgun, fimmtudag milli kl. 14 og 16 bak við verslunina á Þórshöfn.
03.10.2017

Framkvæmdir hafnar við grunn að þjónustumiðstöð N1

Nú geta íbúar glaðst að sjá vinnuvélar að störfum á Þórshöfn þar sem byrjað er að taka grunn að nýrri þjónustumiðstöð N1. Reiknað er með að komið verði fokhelt hús fyrir áramót og skálinn geti opnað um mánaðarmót febrúar/mars. Eins og flestir vita þá brann söluskálinn sem fyrir var í desember á síðasta ári, og ánægjulegt verður að sjá nýjan skála rísa.
02.10.2017

Frjáls framlög á Bubbatónleikum

Þriðjudaginn 3. október kl. 20.30 verður Bubbi Morthens með tónleika í Þórshafnarkirkju. Þar flytur hann lög af nýrri plötu sinni Túngumál, ásamt eldra efni. Ekki er selt inná tónleikana en tekið er við frjálsum framlögum við inngang sem renna óskipt til Þórshafnarkirkju. Það er því um að gera að fjölmenna á tónleika, hlusta á góða tónlist og styrkja gott málefni í leiðinni. Gott að mæta tímanlega þannig tónleikar geti hafist á réttum tíma.
29.09.2017

Framkvæmdir við nýja þjónustumiðstöð

Framkvæmdir við nýja þjónustumiðstöð N1 hefjast í næstu viku
29.09.2017

71. fundargerð sveitarstjórnar á heimasíðunni

Fundargerð 71. fundar sveitarstjórnar, aukafundar, er komin á heimasíðu sveitarfélagsins