Á laugardaginn verður gleði mikil þegar Þorrablót verður haldið á Þórshöfn. Nefndin er byrjuð að stilla upp salnum en ekki mátti gefa upp þemað í ár og var því smellt af mynd í dag. Borðhaldið verður í íþróttahúsinu og því nóg pláss fyrir alla, að borðhaldi loknu mun hljómsveitin SOS láta dansinn duna í Þórsveri. Nefndin vekur athygli á að á laugardaginn er hægt að sækja miða á milli kl 15-17 í íþrottahúsinu og koma með matartrog á sama tíma. Húsið opnar stundvíslega kl 19.30 og borðhald hefst kl. 20
Búið er að reisa nýjan söluskála fyrir N1 á Þórshöfn og er nú óskað eftir áhugasömum rekstraraðila. Nýja húsnæðið er 120 fermetrar og hentar vel til reksturs söluskála og kaffihúss, með möguleika á öðrum þjónustuútfærslum. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Guðnýju Rósu Þorvarðardóttur, gudny@n1.is, eða í síma 440-1020
Viðgerð stendur nú yfir á vatnslögn á Hálsvegi og Lækjarvegi. Því verður afhending stopul á meðan, en viðgerðum lýkur að öllum líkindum fyrir kl. 18 í kvöld, föstudag.