Fara í efni

Yfirlit frétta

16.04.2018

Truflun á vatni

Vegna viðgerða á vatnsleiðslum verður truflun á afhendingu vatns í dag milli kl. 10 og 12
15.04.2018

Manni ÞH skemmdur eftir sjóslys

Í dag var mikið mildi að ekki fór verr er Manni ÞH tók niðri við Rauðanes og leki kom í bátinn. Skipsverjar fóru í sjógalla og biðu björgunar en Þorleifur frá Grímsey var á netaralli skammt frá og tók Manna í tog. Einnig voru tveir björgunarsveitarmenn við æfingar á björgunarbát Hafliða og voru aðeins nokkrar mínútur á slysstað eftir að kall barst um aðstoð. Eftir að búið var að hífa bátinn var ljóst að öxull, hæll og stýri eru ónýt á bátnum en þeir voru við grásleppuveiðar. Mestu skiptir þó að allir eru óhultir en Sæmundur skipstóri á Manna sagði í samtali við mbl.is að hann hefði óttast það um stundarsakir að þeir væru að fara niður.
13.04.2018

Kynningarfundur íbúa á Jónsabúð

Kynningarfundur um Langanesveg 2 (Jónsabúð) mánudaginn 16. apríl kl. 17:00 í félagsheimilinu Þórsveri
13.04.2018

Vordagur í sjávarþorpi

Veðrið leikur við okkur þessa dagana og var hitinn í gær líkt og á góðum sumardegi. Inn í höfnina á Þórshöfn streymdu grásleppubátar en veiðar ganga ágætlega að sögn grásleppukarla. Þeir segja að fjörðurinn sé hreinlega fullur af loðnu enda má hvarvetna sjá fugl steypa sér í kræsingarnar. Inní höfninni synti lítil loðnutorfa, sem er afar sjaldséð og gladdi mikið ungviðið sem reyndu sitt besta til að ná þeim með háfum. Loðnan er þó stygg og því ekki mikil veiði. Þá voru þar einnig ungmenni á kayak bátum að skemmta sér í góða veðrinu og meira af ungviði úti í fótbolta.
11.04.2018

Skotfélag Þórshafnar og nágrennis

Í gær var haldinn stofnfundur nýs félags á Þórshöfn, Skotfélags Þórshafnar og nágrennis.
10.04.2018

Blóðug jörð – Vilborg Davíðsdóttir

Vilborg Davíðsdóttir kynnir nýútkomna bók sína Blóðuga jörð í Skjálftasetrinu á Kópaskeri miðvikudaginn 11. apríl kl. 20.
06.04.2018

Fundargerð 79. fundar á heimasíðunni með upptöku

Fundargerð 79. fundar sveitarsstjórnar er komin á heimasíðuna
05.04.2018

Sveitarstjórnarfundur í beinni

79. fundi sveitarastjórnar sem hefst kl. 17 í dag verður á netinu í beinni útsendingu
04.04.2018

Flösku- og dósamóttaka

Bebbi verður á Þórshöfn á morgun 05/04 2018 frá klukkan 13-16
03.04.2018

79. fundur sveitarstjórnar

79. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í félagsheimilinu Þórsveri Þórshöfn, fimmtudaginn 5. apríl 2018, kl. 17:00.