Fara í efni

Óveruleg breyting á aðalskipulagi Langanesbyggðar

Fréttir
Óveruleg breyting á aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027 – samþykkt
Landnotkun við kirkjugarð Þórshafnarkirkju
Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti 18. júní 2019 tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027 skv. 2. mgr. 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felur í sér að 0,3 ha svæði er fellt úr landnotkunarreit íbúðarbyggðar og sameinast opnu svæði Ú8 til að tryggja uppbyggingu kirkjugarðs á Þórshöfn. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 11. júní 2019.
Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
Sveitarstjóri Langanesbyggðar.