Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga óskar að ráða öflugan verkefnisstjóra til að leiða byggðaeflingarverkefnið Betri Bakkafjörður sem er hluti verkefnisins Brothættar byggðir og leitt af Byggðastofnun. Gert er ráð fyrir að verkefnið muni standa út árið 2023 gangi allar forsendur eftir.
Fulltrúar Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps, þýska hafnarfélagsins bremenports og verkfræðistofunnar Eflu hf. undirrituðu í dag samstarfssamninga um þróun og uppbyggingu hafnarstarfsemi í Finnafirði.