Fara í efni

Kynning á hugmyndum um rannsóknir á vindmyllugörðum í Langanesbyggð

Fréttir
Mynd frá vindmyllugarði erlendis
Mynd frá vindmyllugarði erlendis

Langanesbyggð hefur í samvinnu við Vopnafjarðarhrepp og verkfræðistofuna Eflu ehf. o.fl. aðilum ákveðið að sækja um styrk til að láta rannsaka möguleika á kostum og göllum fimm vindmyllugarða í Langanesbyggð og einum í Vopnafirði. Þessar umsóknir eru liður í mögulegri uppbyggingu atvinnutækifæra í Finnafirði í framtíðinni. Eins og kunnugt er hafa rannsóknir og viðræður um uppbyggingu hafnar og atvinnuþróunarsvæðis verið í gangi um nokkurra ára skeið.

Markmiðið með þessum umsóknum er í stuttu máli að komast að því hvort og þá hve mikil orkuframleiðsla gæti átt sér stað á svæðinu. Þegar og ef jákvæðar niðurstöður fást úr slíkri rannsókn verður farið á stað með ítarlega kynningu á þeim hugmyndum sem fýsilegar verða taldar þá meðal landeiganda, íbúa og öðrum hagsmuna- og fagaðilum. Við þessara athuganir verður tekið tillit til náttúrufars s.s. fugla- og dýralífs, áhrifa sem þessar framkvæmdir hefðu á flug o.s.frv. Ekki síst verður horft til viðhorfa almennings og afstöðu hlutaðeigandi eigenda þeirra jarða sem málið varðar. 

Ef af verður, eru hugmyndir um að nýta orku sem frá vindmyllunum fæst til að framleiða grænt ammóníak. Í greinargerð með umsóknunum segir m.a.:

Í ýmsum markaðslegum greiningum fyrir Finnafjörð hefur m.a. komið fram að mikilvægt sé að flutningaskip geti tekið grænt ammóníak sem eldsneyti á hafnarsvæðinu. Ammóníak er sá vetnisberi sem er með þéttustu sameind vetnis (NH3) og telur Alþjóða Siglingamálastofnunin (IMO) að grænt ammóníak komi sterkt inn sem eldsneyti fyrir skip eftir 2030. Framleiðendur stórra skipavéla munu hefja sölu véla sem nýta ammóníak sem eldsneyti innan 1-2 ára. Til framleiðslu græns ammóníak þarf vetni sem kæmi úr rafgreiningarferli á vatni. Við slíka greiningu verður til mikið af súrefni af háum gæðum, sem færi í fiskeldi á landi. Það er ein megin ástæðan fyrir því að þörf verður fyrir raforku frá endurnýjanlegum orkugjöfum í Finnafirði. Vindorkan kemur hér sterk inn og má jafnvel ætla að töluverður hluti raforkunnar sem notuð verður í rafgreiningu vatns í Finnafirði, muni ekki berast eftir sameiginlegu flutningskerfi raforku á Íslandi, heldur geti verið um sjálfstætt kerfi að ræða. Það er m.a. vegna þess að rafgreinar geta framleitt vetni, án þess að vera með fulla vinnslugetu.

Þannig má horfa til þess möguleika að frá Finnafirði verði íslensk raforka í framtíðinni flutt út í formi efnaorku eða nýtt á íslenskan togaraflota. Þessi áform eru í takt við áform Þróunarfélags Finnafjarðar að þróa svæðið sem miðstöð fyrirtækja sem sinna nýrri og vaxandi starfsemi sem byggir á hringrásarhagkerfislegri hugsun og sjálfbærni.

Þau svæði sem sótt er um að skoðuð verði eru og er áætlað eða mögulegt umfang hvers um sig er sem hér segir samantekið:

Umsóknir má sjá hér: