Fara í efni

Yfirlit frétta

28.07.2014

Aukafundur í sveitarstjórn

5. aukafundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í félagsheimilinu Þórsveri 29. júlí 2014 og hefst kl 17:00
28.07.2014

Kaffihúsið á Sauðanesi

Það er notalegt að kíkja í kaffi og með því hjá Halldóru Sigríði í Sauðaneshúsinu en þar er opin alla daga frá 11.00-17.00
25.07.2014

Talstöð týndist á Skálum

Ferðamaður á Langanesi týndi talstöð. Líklegast er að hann hafi misst hana á Skálum, annað hvort við grafreitinn eða við lækinn hjá litla timburhúsinu þar sem gönguleiðin byrjar.
24.07.2014

Súpurölt

Eitt af fjölmörgu sem íbúar og gestir fengu notið á Kátum dögum voru góðar súpur. Það voru þær Aneta, Heiðrún, Hrafngerður og Líney sem sáu um súpugerðina og buðu heim
22.07.2014

Vaxtarsamningur Norðausturlands - Átt þú erindi

Ertu með hugmynd að verkefni sem eflir atvinnulíf og búsetuskilyrði á starfssvæðinu? Næsti umsóknarfrestur til VAXNA er föstudaginn 15. ágúst nk.
22.07.2014

Hafdís Huld á ferð

Tónlistarkonan Hafdís Huld er á ferðalagi um landið til þess að fagna útgáfu sinnar þriðju sólóplötu Home. Á dagskránni eru lög af sólóplötum Hafdísr Huldar sem og vel valin íslensk lög. Hafdís Huld og Alisdair verða með tónleika í Langanesbyggð og Norðurþingi. Tónleikarnir í Langanesbyggð verða þann 29. júlí á Bárunni á Þórshöfn og hefjast kl 21.00
22.07.2014

Vinjettur X - eftir Ármann Reynisson

Ármann Reynisson rithöfundur kíkti við á Kátum dögum og las upp úr nokkrum verkum sínum. Í bókinni hans Vinjettur X er að finna sögur frá 1850 til fyrsta áratugs 21. dar og eru nokkrar sögur frá Þórshöfn. Bókasafnið festi kaup á bókinni og geta áhugasamir nálgast hana þar.
18.07.2014

Söguslóðarskilti kynnt klukkan fjögur í dag

Í morgun voru sett upp söguskilti við hafnargarðinn á Þórshöfn en það er afrakstur verkefnis sem Þekkingarnet Þingeyinga hefur unnið að í þrjú ár. Þar má sjá gamlar ljósmyndir úr þorpinu, myndir af gömlum húsum og lesa um helstu atriði sjávarútvegs á Þórshöfn. Klukkan fjögur í dag mun Gréta Bergrún vera við skiltin og svara fyrirspurnum þeirra sem vilja, en hún hefur unnið að því að safna ljósmyndum og söguupplýsingum fyrir verkefnið. Síðar mun einnig koma út götukort með fleiri húsamyndum þar sem hægt er að ganga um þorpið með myndir af gömlum húsum sem eru horfin og einnig þeim sem hafa verið endurgerð. Vonum að heimamenn hafi gaman af og njóti afraksturs þeirrar miklu vinnu sem liggur í svona verkefni./GBJ
18.07.2014

Kátir dagar 2014

Hér má sjá dagskrá Kátra daga
17.07.2014

Eftirfarandi sóttu um starf sveitarstjóra Langanesbyggðar

Eftirfarandi sóttu um starf sveitarstjóra