Ferðafélagið Norðurslóð stendur fyrir hinni árvissu Sléttugöngu laugardaginn 16. ágúst nk. Gengið verður frá Blikalóni inn Blikalónsdal og alla leið til Raufarhafnar.
Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti á fundi sveitarstjórnar í dag að ráða Elías Pétursson í stöðu sveitarstjóra Langanesbyggðar. Elías hefur unnið síðustu misseri sem ráðgjafi hjá Mosfellsbæ.
Elías er fæddur á Þórshöfn og á ættir sínar að rekja í Skála en er búsettur í Mosfellsbæ. Elías er fráskilinn og á þrjá syni.
Elías er boðinn velkominn til starfa en hann mun hefja störf um miðjan ágúst n.k.
Það er óhætt að mæla með Forystufjársetrinu á Svalbarði en safnið er einstakt á heimsvísu. Fyrir utan fróðleik um forystuféð er ýmis varningur til sölu, myndlistarsýning og kaffihús