Nú er komið að því Leikfélag Þórshafnar boðar til fundar mánudaginn 13. október kl 20.30 í Menntasetrinu. Ýmis mál til umræðu s.s. leiklistarnámskeið, 1. des skemmtun og svo vantar áhugasama í stjórn. Óskum sérstaklega eftir nýjum og gömlum félögum, allir geta tekið þátt hvort sem er á sviði eða við önnur störf sem fylgja.
Hlökkum til að sjá ykkur
Leikfélagið
Hinn árlegi Jólamarkaður á Þórshöfn verður haldinn í íþróttahúsinu 8. nóvember 2014. Eins og vanalega verður fjöldi verslana á staðnum og eitthvað fleira til gamans gert. Þeir sem vilja koma með sölubás er bent á að hafa samband við Grétu Bergrúnu í síma 847-4056 eða gretabergrun@simnet.is. Á facebook síðu markaðarins má fylgjast með framvindu mála í aðdraganda þessa skemmtilega dags. Takið daginn frá. /GBJ
Rafmagnslaust verður í Öxarfirði, Kelduhverfi, Melrakkasléttu, Þistilfirði, Langanesi og Bakkafirði aðfaranótt mánudagsins 6. október n.k., frá miðnætti til kl. 4 vegna vinnu á Kópaskerslínu.
Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 28. ágúst 2014 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi athafnasvæðis við Langholt, Þórshöfn, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.