Fara í efni

Yfirlit frétta

07.04.2015

Rafmagnslaust aðfaranótt miðvikudagsins 8. apríl

Vegna aðgerða hjá Landsneti við Kópaskerslínu verður rafmagnslaust og/eða rafmagnstruflanir aðfaranótt miðvikudagsins 8. apríl 2015 frá klukkan 0:00 til 6:00 Í: Kelduhverfi, Öxarfirði, Kópaskeri, Melrakkasléttu, Raufarhöfn, Þistilfirði og Þórshöfn Rarik
07.04.2015

Fundur í sveitarstjórn

22. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Grunnskólanum á Bakkafirði fimmtudaginn 9. apríl 2015 og hefst kl 17:00
05.04.2015

Sundlaugin lokuð á annan í páskum

Vegna viðhalds verður sundlaugin lokuð á morgun mánudag, annann í páskum. Það er opið í þreksal og djúphitunarklefann frá kl. 11 - 14.
04.04.2015

Veggfóðrað með gömlum stjórnartíðindum

Báran var opnuð á miðnætti í gær eftir mikla andlitslyftingu. Þar er búið að mála allt líflega grænt, setja sófa og kósýheit í billjardstofuna og gera staðinn allan nútúmalegri. Nokkrir veggir eru veggfóðraðir með blaðsíðum úr gömlum stjórnartíðinum og einn veggur á barnum sjálfum er með blaðsíðum úr rauðu seríunum þannig að það er "ást á pöbbnum". Borðin voru einnin þakin blaðsíðum og lökkuð. Sjón er sögu ríkari, við hvetjum íbúa til að kíkja á herlegheitin. Nik bareigandi var "over the moon" , mjög ánægður með breytingarnar og hann hefur alls kyns hugmyndir og væntingar fyrir sumarið.
01.04.2015

Vinnusemi og framkvæmdagleði í dimbilvikunni

Það var í nógu að snúast á Prjónastofunni Vöndu í dag en þar eru framleiddir vinnuvettlingar á almennan markað. Friðgeir Óli aðstoðaði við að merkja vettlingana, Vilborg prjónaði og svo er þarna skemmtilegt leynihorn fyrir yngstu kynslóðina. Á Bárunni var einnig allt á fullu og þetta er að taka á sig flotta mynd. Úti er norðangarri svo og því ágætt að vera inni í hlýjunni.
31.03.2015

Gámasvæðið lokað í dag 31. mars

Gámasvæðið er lokað í dag 31. mars vegna veðurs Svæðið verður opið næsta hefðbundna opnunardag sem er laugardaginn 4. apríl n.k.
31.03.2015

Öðruvísi opnun á Skírdag í íþróttahúsinu

Íþróttahúsið verður opið um páskana sem hér segir:
30.03.2015

Talnaglöggir nemendur í Langanesbyggð

Þeir eru talnaglöggir 4. bekkingarnir í Grunnskólanum á Bakkafirði og Grunnskólanum á Þórshöfn. Í haust náðu þeir þeim góða árangri að verða hæst á landsvísu á samræmdu prófi í stærðfræði. Við erum afskaplega stolt af þessum árangri og krökkunum okkar. Samræmd próf eru tekin í upphafi vetrar í 4., 7. og 10. bekk og eru einkum notuð til þess að meta árangur á milli prófa hjá einstökum nemendum, samanburðar við aðra jafnaldra og sem vinnutæki kennara til að skoða og meta á hvað þurfi að leggja sérstaka áherslu hjá hverjum og einum. Þau eru hluti af matstækjum hvers skóla.
30.03.2015

Fundargerðir nefnda

Síðustu fundargerðir nefnda eru nú aðgengilegar á heimasíðu Langanesbyggðar
30.03.2015

Fundargerð sveitarstjórnar

Fundargerð sveitarstjórnar frá 27. mars 2015