Fara í efni

Yfirlit frétta

22.03.2016

Opnunartími Íþróttamiðstöðvar yfir páskana

Það verður aldeilis hægt að hrista af sér súkkulaðislenið yfir páskana í Langanesbyggð. Páskaopnun Íþróttahús og sundlaug Langanesbyggðar verður eftirfarandir
21.03.2016

Grunnskólinn á Þórshöfn - starfsfólk óskast

Kennarar óskast til starfa við Grunnskólann á Þórshöfn. Óskað er eftir sérkennara, almennum bekkjarkennurum, tónlistakennara, list-og verkgreinakennara og íþróttakennara.
21.03.2016

Sjúkraliði óskast til starfa

Naust, dvalarheimili aldraðra Langanesbyggð óskar eftir sjúkraliða í 70-100% starf frá og með 1. maí næstkomandi
18.03.2016

Framkvæmdir hafnar á Neptúni

Í eina tíð var húsið salthús þegar síld var söltuð á Neptúnsplaninu, síðar var búið þar en í nokkurn tíma hefur húsið staðið autt. Það var reist á Þórshöfn árið 1952 en kom hingað frá Siglufirði. Nú hefur Dawid smiður og hans starfsmenn hafið endurbætur á húsinu en hann á húsið sjálfur. Það verður spennandi að fylgjast með þessum endurbótum og virkilega gaman að sjá gömlu húsin glæðast nýju lífi.
18.03.2016

Fundargerð 44. fundar sveitarstjórnar Langanesbyggðar

Fundargerð 44. fundar sveitarstjórnar Langanesbyggðar hefur verið birt
17.03.2016

Slökkvilið Langanesbyggðar - Hleðsla og þjónusta slökkvitækja

Við viljum vekja athygli á slökkvitækjaþjónustu okkar. Við tökum á móti flest öllum gerðum slökkvitækja til yfirferðar og eftirlits.
17.03.2016

Bilun í vatnsveitu á Þórshöfn

Vegna bilunar í vatnsveitu verður truflun eða vatnslaust frá klukkan 20:00 í dag 17.3.2016 og fram eftir nóttu. Bilunin nær til Fjarðarvegar (öll hús), Sunnuvegar (öll hús) og Lækjarvegar (hús nr. 1-3 og 4). Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
14.03.2016

Flösku- og dósamóttaka

Bebbi verður á Þórshöfn nk. fimmtudag 17/03 2016, frá kl. 13.00
11.03.2016

Páska-Bingó!

Nú styttist í páska og þar af leiðandi páskafrí. Okkur í nemandafélaginu í Grunnskólanum á Bakkafirði finnst því tilvalið að bjóða ykkur að koma og taka þátt í Páskabingó sem við ætlum að halda, mánudaginn 14.mars kl. 18.00.
10.03.2016

Umsókn í Umhverfissjóð Íslenskra Fjallaleiðsögumanna

Í ört vaxandi ferðaþjónustu á Íslandi þarf að sýna ábyrgð og huga að því hvernig hægt sé að lágmarka umhverfisspor greinarinnar. Íslenskir Fjallaleiðsögumenn stofnuðu á 20 ára afmæli sínu Umhverfisjóð til að fjármagna verndun íslenskrar náttúru. Í ár er meðal annars hægt að sækja um styrki til uppbyggingar, viðhalds og endurbóta mannvirkja, stígagerð og uppgræðslu.