Fara í efni

Yfirlit frétta

12.04.2016

Fundur sveitarstjórnar

45. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Grunnskólanum Bakkafirði fimmtudaginn 14. apríl 2016 og hefst kl 17:00
12.04.2016

Fyrirmyndar eldri borgarar

Það var skemmtilegt innslag í Landanum á dögunum þar sem rætt var við eldri borgara á Þórshöfn sem "Ganga í skjóli". Þau hittast í Veri, ganga, gera æfingar og spjalla. Gaman að þessu og um að gera að nýta húsið yfir vetrartímann fyrir þá sem ekki treysta sér til að ganga í hálkunni. Innslagið má sjá hér.
12.04.2016

Aðalfundur Verkalýðsfélags Þórshafnar

Aðalfundur Verkalýðsfélags Þórshafnar verður haldinn í matsal Íþróttahússins 19.04 kl.20.00
11.04.2016

Skolphreinsibíll á Þórshöfn

Í dag mánudaginn 11. apríl 2016 verður skolphreinsibíll á Þórshöfn. Nánari upplýsingar veitir Jón Rúnar í síma 862-5198.
06.04.2016

Vatnslaust

Vatnslaust verður í dag 6.4.2016 frá kl. 14:00 vegna vatnsveituviðgerða á eftirtöldum svæðum: - Frá Langanevegi 16 (Þórsver) til Flugvallar. - Allt Pálmholt - Allt Langholt - Allt Háholt - Allt Stórholt Ætla má að vatnsleysið vari í um 1-2 klst.
05.04.2016

Tónleikar í Langanesbyggð: Kór MH - Enginn aðgangseyrir

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð verður með tónleika í Þórshafnarkirkju laugardaginn 9. apríl kl. 20:30. Allir velkomnir-enginn aðgangseyrir! Kórinn syngur einnig við messu í Skeggjastaðakirkju sunnudaginn 10. apríl kl. 13.00 og heldur tónleika í Þórshafnarkirkju fyrir grunnskólanemendur í Langanesbyggð mánudaginn 11. apríl kl. 13.00.
04.04.2016

Alþjóðlegur dagur barnabókarinnar í bókasafninu

Í tilefni dagsins verður stutt dagskrá í bókasafninu, þriðjudaginn 5. apríl kl. 17:30.
02.04.2016

1. apríl..

Líkt og glöggir lesendur voru án efa búnir að geta sér til, þá var ekki upplestur úr Langnesingasögu né léttir tónar Stefáns Jakobssonar
01.04.2016

Upplestur og léttir tónar í félagsheimilinu

Í kvöld kl. 20:30 leikur Stefán Jakobsson létta tóna og verður með upplestur valdra kafla úr Langnesingasögu.
01.04.2016

Vel heppnað leiklistarnámskeið

Fyrir nokkru var haldið afar skemmtilegt leiklistarnámsskeið fyrir grunnskólabörn á Þórshöfn en það var Jóel Sæmundsson leikari sem kenndi það. Í fyrstu voru börnin mismunandi framfærin en í lokin voru allir alsælir með þetta, bæði foreldrar og börn. Námskeiðið var í tvær vikur en það var foreldrafélag grunnskólans sem var drifkrafturinn í að fá námskeiðið hingað. Námskeið sem þetta er mikilvægur þáttur í sjálfsstyrkingu barna og kennir þeim ýmislegt um sjálfa sig og aðra. Hér eru nokkrar myndir af námskeiðinu.