Það var skemmtilegt innslag í Landanum á dögunum þar sem rætt var við eldri borgara á Þórshöfn sem "Ganga í skjóli". Þau hittast í Veri, ganga, gera æfingar og spjalla. Gaman að þessu og um að gera að nýta húsið yfir vetrartímann fyrir þá sem ekki treysta sér til að ganga í hálkunni. Innslagið má sjá hér.
Vatnslaust verður í dag 6.4.2016 frá kl. 14:00 vegna vatnsveituviðgerða á eftirtöldum svæðum:
- Frá Langanevegi 16 (Þórsver) til Flugvallar.
- Allt Pálmholt
- Allt Langholt
- Allt Háholt
- Allt Stórholt
Ætla má að vatnsleysið vari í um 1-2 klst.
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð verður með tónleika í Þórshafnarkirkju laugardaginn 9. apríl kl. 20:30. Allir velkomnir-enginn aðgangseyrir!
Kórinn syngur einnig við messu í Skeggjastaðakirkju sunnudaginn 10. apríl kl. 13.00 og heldur tónleika í Þórshafnarkirkju fyrir grunnskólanemendur í Langanesbyggð mánudaginn 11. apríl kl. 13.00.
Fyrir nokkru var haldið afar skemmtilegt leiklistarnámsskeið fyrir grunnskólabörn á Þórshöfn en það var Jóel Sæmundsson leikari sem kenndi það. Í fyrstu voru börnin mismunandi framfærin en í lokin voru allir alsælir með þetta, bæði foreldrar og börn. Námskeiðið var í tvær vikur en það var foreldrafélag grunnskólans sem var drifkrafturinn í að fá námskeiðið hingað. Námskeið sem þetta er mikilvægur þáttur í sjálfsstyrkingu barna og kennir þeim ýmislegt um sjálfa sig og aðra. Hér eru nokkrar myndir af námskeiðinu.