Fara í efni

Yfirlit frétta

24.03.2017

Útsending á jarðarför Stefáns Más í Þórsveri

Í dag kl. 14 verður Stefán Már Guðmundsson jarðsunginn frá Neskaupsstaðakirkju. Sóknarnefnd Þórshafnarsóknar hefur fengið fjölda fyrirspurna og verður því jarðarförinni varpað á skjá í félagsheimilinu Þórsveri fyrir þá sem ekki sáu sér fært að fylgja honum síðasta spölinn. Fólk er beðið að mæta tímanlega. Stefán Már var lengi búsettur á Þórshöfn, ötull í skátastarfi og íþróttastarfi með ungmennum. Hann snerti líf margra og þá sérstaklega allra þeirra barna sem hann tók sem sínum eigin. Í kvöld kl. 20 ætla skátar sem og velunnarar víða að kveikja á friðarkertum honum til heiðurs. Megi góður drengur hvíla í friði.
23.03.2017

Flöskumóttaka á fimmtudag á Þórshöfn

Tekið er á móti á flöskum fyrir aftan vöruskemmuna við Kjörbúðina á Þórshöfn, í dag fimmtudaginn 23. mars nk. milli kl. 13 og 16.
17.03.2017

Fundargerð sveitarstjórnar og nefnda

Fundargerð 61. fundar sveiarstjórnar og síðustu fundagerðir Atvinnu- og ferðamálanefndar sem og Umhverfis- og skipulagsnefndar.
16.03.2017

Langanesið er ekki ljótur tangi ...

Oddviti Langanesbyggðar, Reynir Atli Jónsson, færði Grunnskólanum á Þórshöfn málverkið Finnaðfjörð að gjöf til skólans tilefni opins húss
16.03.2017

Fjölmenni á opnu húsi

Fjölmenni var við opið hús í Grunnskóla Þórshafnar í dag sem efnt var til í tilefni þess að nú er framkvæmdum við endurbætur skólans lokið.
16.03.2017

Auglýsing vegna geymslusvæðis

Eigendur óskráðra muna á geymslusvæði Langanesbyggðar Háholti Þórshöfn eru vinsamlega beðnir um að fjarlægja það eða skrá eigi síðar en 31. mars næst komandi.
15.03.2017

Sveitarstjórnarfundur

61. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í Þórsveri á Þórshöfn, fimmtudaginn 16. mars og hefst kl. 16.
14.03.2017

OPIÐ HÚS Í GRUNNSKÓLA ÞÓRSHAFNAR

Opið hús í Grunnskóla Þórshafnar verður fimmtudaginn 16. mars milli kl. 14 og 16. Kynntar verða endurbætur á húsnæði skólans. Allir íbúar Langanesbyggðar og nærsveita velkomnir.
13.03.2017

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Naust á Þórshöfn óskar eftir hjúkrunarfræðingi

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Naust á Þórshöfn óskar eftir hjúkrunarfræðingi í afleysingu sumarið 2017. Ákveðinn sveigjanleiki er á vinnutíma og þarf að vera möguleiki á að sinna bakvöktum.
01.03.2017

Máfahátíð á Húsavík

Máfahátíð verður í fyrsta skipti haldin á Húsavík dagana 9. til 10. mars nk. Það er Fuglastígur á Norðausturlandi sem stendur fyrir hátíðinni í samstarfi við ýmsa aðila. Henni er ætlað að vekja athygli á ríku fuglalífi Norðurlands/Íslands að vetri til og hvernig það getur nýst samfélaginu. Þetta er gert með viðburðum af ýmsu tagi og er kastljósinu beint að öllum fuglum, stórum jafnt sem smáum, vinsælum jafnt sem óvinsælum.