Fara í efni

Yfirlit frétta

01.02.2017

Fundur sveitarstjórnar 01.02 2017

58.fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar í Þórsveri kl.17.00
31.01.2017

Flösku- og dósamóttaka

Verður EKKI á Þórshöfn næstkomandi fimmtudag.
27.01.2017

Bjóða samkeppnishæft verð í heimabyggð

Kjörbúðin opnaði á Þórshöfn í dag en það er ný verslunarkeðja sem tekur við af Samkaup Strax búðunum víða um land. Ómar Valdimarsson forstjóri Samkaupa sagði að stefnan væri að bjóða verð sem væri í það minnsta samkeppnishæft við lágvöruverslanir en þessar breytingar eru gerðar eftir víðtæka könnun hjá viðskiptavinum Samkaup Strax um allt land. Það er gömul saga og ný að fólk geri stórinnkaup í lágvöruverslunum í stærri byggðarlögum þegar leiðin liggur þangað en með þessum breytingum og lægra vöruverði styrkist vonandi verslun í heimabyggð. Elías Pétursson sveitarstjóri Langanesbyggðar afhenti Sóleyju Indriðadóttur verslunarstjóra Kjörbúðarinnar blómakörfu fyrir hönd sveitarfélagsins og lýsti yfir ánægju með þessar breytingar, sem bæta kjör íbúa. Starfsfólk hefur staðið í ströngu undanfarna daga, ásamt her manns úr röðum Samkaupa, við ýmsar lagfæringar og breytingar. /GBJ
26.01.2017

Liðveitendur óskast

Félagsþjónusta Norðurlands óskar eftir liðveitanda/liðveitendum fyrir tvo unga drengi
24.01.2017

Samkaup Þórshöfn - lokað fimmtudag

Ágætu viðskiptavinir athugið!
20.01.2017

Skrifstofustjóri óskast

Skrifstofustjóri óskast á skrifstofu Langanesbyggðar
18.01.2017

Flösku- og dósamóttaka

Flösku og dósamóttaka á Þórshöfn 19/01 2016 kl.13 - 16
13.01.2017

Fundargerð 57.fundar sveitarstjórnar

Fundargerð 57.fundar sveitarstjórnar hefur verið birt á heimasíðu Langanesbyggðar
11.01.2017

Ráðstefna SGS bein útsending

Starfsgreinasamband Íslands boðar til ráðstefnu þann 12.janúar 2017 um lífsgæði og kjör starfsfólks í hlutastörfum og vaktavinnu
11.01.2017

57.fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar 12.01. 2016

57.fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í Þórsveri, Þórshöfn þann 12.01. 2016 kl.17.00