Fara í efni

Yfirlit frétta

Fundur
18.04.2017

Flöskumóttaka á Þórshöfn

Tekið er á móti á flöskum fyrir aftan vöruskemmuna við Kjörbúðina á Þórshöfn, föstudaginn 21. apríl nk. milli kl. 13 og 16.
18.04.2017

Kvenfélagið Hvöt gefur veglegar gjafir

Kvenfélagskonur á Þórshöfn hafa alltaf verið traustur bakhjarl samfélagsins og afhentu rausnarlegar gjafir á laugardaginn. Björgunarsveitin Hafliði fékk 500 þúsund fyrir kaupum á nýjum Tetra stöðvum og fylgibúnaði, sem mun nýtast vel í því öfluga starfi sem unnið er þar á bæ. Þá var sjúkrabifreiðin einnig styrkt um 500 þúsund til kaupa á búnaði í bílinn sem kemur sér afar vel að sögn sjúkraflutningsmanna. Kvenfélagið á hrós skilið fyrir þessar gjafir sem nýtast öllu samfélaginu.
12.04.2017

Ungmennafèlag Langnesinga óskar eftir þjálfara.

UMFL óskar eftir áhugasömum einstakling (einstaklingum) til að taka að sér þjálfun fyrir félagið í sumar ì júní, jùlí og fram í miðjan ágúst. Áhugasamir hafið samband við formann félagsins Sölva Stein í síma 863-5188 eða varaformann Valgerði í síma 868-9676. Kveðja stjórn UMFL
11.04.2017

HUNDAEIGENDUR athugið

Vegna vöðvasulls sem vart hefur orðið við á svæðinu, er öllum hundeigendum í þéttbýli á Þórshöfn og Bakkafirði (utan lögbýla) í Langanesbyggð boðið upp á aukahreinsun allra skráðra hunda
11.04.2017

Páskamessa

Sameiginleg hátíðarmessa safnaða Langanesprestakalls verður á Páskadag, sunnudaginn 16. apríl kl. 14 í Svalbarðskirkju.
07.04.2017

Ályktað um samgöngumál

Í ályktun stjórnar Eyþings frá síðasta fundi hennar er Alþingi hvatt til að koma vegum um Brekknaheiði og Langanesströnd inn á samgönguáætlun 2015-2018.
06.04.2017

Glæsileg árshátíð Grunnskólans á Þórshöfn

Það var öllu til tjaldað í Þórsveri í dag þar sem Grunnskólinn á Þórshöfn setti upp leikritið Ávaxtakörfuna. Mikil vinna hefur farið í æfingar, búninga og umgjörð enda er þetta árshátíð skólans. Börnin voru hreint út sagt frábær og alveg óhætt að hæla öllum þeim sem að þessu komu. Eflaust verða þó allir fegnir að komast í páskafrí á morgun. Leikritinu er skipt upp þannig að fyrst voru leikarar á yngsta stigi að leika ávextina, svo miðstig og að lokum unglingastig. Í lokin tóku svo allir lagið saman. Boðskapurinn með leikritinu er afar fallegur en það fjallar um hvernig vinna má gegn einelti og það eiga allir að vera vinir.
06.04.2017

Dósamóttaka

Verður í dag, fimmtudag milli kl. 13 til 16:30, á sama stað og áður, fyrir aftan Kjörbúðina.
06.04.2017

Fundargerð 62. fundar sveitarstjórnar komin á netið

Fundargerð 62. fundar sveitarstjórnar, sem haldinn var í Þórsveri í gær, 5. apríl sl., er komin á heimasíðuna.
03.04.2017

62. fundur sveitarstjórnar

62. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn í matsal íþrótthússins Vers á Þórshöfn, miðvikudaginn 5. apríl 2017, kl. 17:00.