Fara í efni

Breytingar á sorpmálum

Fréttir
Eftir fyrstu breytinguna verða plast og pappír að fara í stitt hvora tunnuna.
Eftir fyrstu breytinguna verða plast og pappír að fara í stitt hvora tunnuna.

Með lögum sem sett voru um síðustu áramót er sveitarfélögum gert að leggja í töluvert umfangsmiklar breytingar á sorpmálum. Kjarni breytingana er að flokkun á sorpi eykst. Hvað íbúa varðar þýðir þetta fjölgun á tunnum við hús en hvað sveitarfélagið sjálft varðar þýða lögin miklar breytingar á sorpmóttökustöðvum. Þessar breytingar þýða að flokka þarf á móttökustöð í mun fleiri flokka en gert hefur verið hingað til. Íbúar eiga að geta komið með og flokkað sorp í fleiri flokka en við heimili.  Það á t.d. við um timbur, járn, ýmis tæki, hjólbarða, og fleira. 

Þessar breytingar verða gerðar í nokkrum áföngum á næstu 2 - 3 árum. Fyrsta skrefið verðu stigið nú innan skamms þar sem tunnum verður fjölgað um eina. Nú er okkur gert að flokka plast annars vegar og pappa hinsvegar sem ekki má fara í sömu tunnu. Því verður fjölgað um eina tunnu merkta plasti og þá átt við allskonar plast og græna tunnan sem fyrir er verður merkt pappa og pappír hvers konar. Alls verð 4 tunnur við hver hús þegar þessum breytingum verður lokið þar sem flokkað er: Plast, pappír, almennt sorp og lífrænt sorp. 

Næstu skref verða svo stigin í haust en íbúaverða upplýstir um þær breytingar sem verið er að gera með bæklingi sem dreift verður í haust og þá verður farið í næsta áfanga. Þannig mun sveitarfélagið upplýsa íbúa um hvern áfanga fyrir sig. Þetta þýðir einnig mikla fjárfestingu á móttökustöð sem verður byggð upp jafnhliða breytingunum. 

plast.png