Fara í efni

Yfirlit frétta

27.06.2013

Flokksstjóri á Þórshöfn

Flokksstjóri óskast við vinnuskólann á Þórshöfn frá og með 17. júlí til og með 2. ágúst.
27.06.2013

Samstarf Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps við Bremenports í Þýskalandi

Sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafa gengið til samstarfs við Bremenports í Þýskalandi um rannsóknir og prófanir vegna mögulegrar uppbyggingar athafna- og hafnarsvæðis í Finnafirði. Fyrirtækið Bremenports er meðal stærstu rekstrar-og umsýsluaðila umskipunarhafna í Evrópu og er höfnin í Bremerhafen næst stærsta höfn sinnar tegundar í Þýskalandi.
26.06.2013

Grunnskólinn á Þórshöfn auglýsir eftir kennurum til starfa næsta vetur

Grunnskólinn á Þórshöfn auglýsir eftir kennurum til starfa næsta vetur. Um er að ræða afleysingar í eitt ár.
25.06.2013

Fundur í sveitarstjórn

83. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar, verður haldinn fimmtudaginn 27. júní 2013, kl. 17:00 í félagsheimilinu Þórsveri Þórshöfn.
25.06.2013

Kátir dagar

Kátir dagar verða haldnir í Langanesbyggð helgina 18.-21. júlí
25.06.2013

Skólamáltíðir veturinn 2013-2014

Langanesbyggð auglýsir eftir áhugasömum verktaka til þess að taka að sér umsjón með skólamáltíðum (hádegismat) fyrir Grunnskólann á Þórshöfn, skólaárið 2013-2014.
21.06.2013

Skoðanakönnun vegna framtíðar áætlunarflugs til Þórshafnar.

Þann 5. Júní sl. var haldinn íbúafundur á Þórshöfn um framtíð áætlunarflugs til Þórshafnar. Voru það Innanríkisráðuneytið og Isavia sem stóðu að þessum fundi.
18.06.2013

Miðnæturganga Ferðafélagsins Norðurslóðar

Miðnæturgangan hefst laugardagskvöldið 29. júní. Lagt verður af stað úr Sveinungsvík sunnan Raufarhafnar og gengið móti rísandi sól út á Rakkanes og suður um Bjargalönd allar götur suður í Krossavík.