Fara í efni

Yfirlit frétta

17.01.2014

Bóndadagsblóm

Foreldrafélag Leikskólans Barnabóls mun næstkomandi fimmtudag selja blóm í tilefni Bóndadagsins (föstudags 24. Jan) Fólki gefst nú tækifæri til að panta fyrirfram og festa sér þannig vönd.
15.01.2014

Ekkert brottfall eftir 10. bekk á Þórshöfn

Nú er ný önn hafin í Menntasetrinu á Þórshöfn og nemendur farnir að streyma inn og út. Námskeiðahald fer að rúlla af stað og nemar í fullorðinsfræðslu mæta í tíma seinnipart dags. Í framhaldsskóladeildinni eru nú 6 nemendur þar sem tveir fyrrum nemendur sneru aftur eftir að taka haustönnina á Laugum. Þetta er fimmti veturinn sem deildin starfar og ánægjulegt að segja frá því að tilkoma hennar hefur útrýmt brottfalli nemenda eftir 10. bekk á Þórshöfn, þ.e.a.s. að síðastliðin fimm ár hafa allir nemendur sem klára 10. bekk farið í skóla annað hvort í framhaldsskóladeildinni eða farið lengra til. Þetta styrkir deildina í sessi enda samfélagslegur hagur af því að mennta unga fólkið okkar. Nokkur spenna er í krökkunum fyrir komandi mánuði en þá fara nokkur þeirra ásamt kennara í skólaferð til Kanaríeyja. Það er liður í Comeniusar verkefni sem Framhaldsskólinn á Laugum tekur þátt í ásamt nokkrum öðrum evrópulöndum./GBJ
14.01.2014

Málþingið Töfrar norðurhjara

Málþingið Töfrar norðurhjara - ferðaþjónusta á svæði Norðurhjara verður haldið í Öxi á Kópaskeri mánudaginn 20. janúar 2014 og hefst kl. 13.30.
14.01.2014

Folaldasýning 2014

Haldin verður folaldasýning á vegum Hestamannafélagsins Snæfaxa laugardaginn 18. janúar í Kaplaborg á Gunnarstöðum kl. 14.00 að staðartíma.
11.01.2014

Fundargerð sveitarstjórnar

Fundargerð sveitarstjórnar Langanesbyggðar haldinn 9. janúar 2014.
09.01.2014

Þorrablót 2014

Hið árlega þorrablót verður haldið laugardaginn 1. febrúar 2014 í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn
07.01.2014

Fundur í sveitarstjórn

95. fundur Sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn fimmtudaginn 9. janúar 2014, kl. 17:00 í Menntasetrinu Langanesvegi 1.
07.01.2014

Kjarasamningar - kynningarfundur

Fundarboð frá Verkalýðsfélagi Þórshafnar
07.01.2014

Fundargerð fræðslunefndar

Fundargerð fræðslunefndar Langanesbyggðar haldinn 16. desember 2013
07.01.2014

Náms- og starfsráðgjöf

Ráðgjafar Þekkingarnetsins munu vera á Þórshöfn fimmtudaginn 9. janúar með viðtöl frá klukkan 10:00 – 14:00. Skráning í viðtal fer fram í síma 4645100. Einnig er hægt að senda póst á netfangið erladogg@hac.is og hilmar@hac.is.