Veðrið leikur við Langnesinga í dag og þau voru frekar krúttleg þessi hlaupandi um túnið hjá Hafliðabúð. Þetta eru börnin af dagheimilinu Sjónarhóli og með þeim eru Oddný og Marta sem höfðu í nógu að snúast að hlaupa á eftir þeim. /GBJ
Slökkvuliðið okkar fékk mikið hrós í nýlegri skýrslu og getum við verið stolt af því að hafa svo öflugt lið á svæðinu. Í dag kom upp smá sinueldur nálægt Svalbarði og var um 1 hektari sem brann. Slökkvistarf gekk hratt og vel fyrir sig en björgunarsveitarmenn og bændur hjálpuðu einnig til við að ráða niðurlögum eldsins. /GBJ