Fara í efni

Yfirlit frétta

04.07.2014

“Langanes er ekki ljótur tangi”

Myndlistarsýning í Sauðaneshúsi alla daga til 16. júlí frá 11-17. Sýningin heitir "Langanes er ekki ljótur tangi" og listamaðurinn Hildur Ása Henrýsdóttir en hún var að ljúka fyrsta árinu í Listaháskóla Ísland og fékk styrk frá sjóðnum "Aftur heim" sem veitir ungum brottfluttum Þingeyingum styrki til að fara heim og dvelja þar í einhvern tíma við verkefnavinnu.
02.07.2014

Holræsabíll í næstu viku

Holræsabíllinn verður á ferðinni í næstu viku (7.-11 júlí) Þeir einstaklingar sem þurfa að láta hreinsa lagnir heim að íbúðarhúsum eru hvattir til að hafa samband í síma 863-5198 sem fyrst.
01.07.2014

Áheitasöfnun

Stefanía Margrét Reimarsdóttir ætla að hjóla frá Bakkafirði til Þórshafnar (44. km) mánudaginn 7. júlí. Til styrktar Hetjunum, félagi langveikra barna á Norðurlandi.
27.06.2014

Málefnasamningur L-listans og N-listans

Þann 27. júní 2014 skrifuðu Framtíðarlistinn (L-listinn) og Nýtt afl (N-listinn) undir málefnasamning um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn Langanesbyggðar 2014-2018
26.06.2014

Grunnskólinn á Bakkafirði auglýsir eftir kennurum til starfa

Grunnskólinn á Bakkafirði auglýsir eftir kennurum til starfa. Helstu kennslugreinar: Íslenska, stærðfræði, náttúrufræði og tungumál Umskóknir, einkunnir og starfsferilskrá skal senda til skólastjóra fyrir 1. júlí 2014.
24.06.2014

Starf sveitarstjóra laust til umsóknar

Langanesbyggð óskar eftir að ráða metnaðarfullan, hugmyndaríkan og kraftmikinn einstakling í starf sveitarstjóra
24.06.2014

Grunnskólinn á Þórshöfn - starfsfólk óskast

Grunnskólinn á Þórshöfn auglýsir eftir skapandi og kraftmiklum einstaklingum til starfa. Í boði eru fjölbreytt störf sem henta bæði körlum og konum. Við leitum eftir sjálfstæðum einstaklingum sem hafa áhuga á því að setja mark sitt á skólabraginn, vinna með börnum og fullorðnum og geta unnið sjálfstætt.
24.06.2014

Leikskólinn óskar eftir starfsmanni í 50% starf

Starfsmann vantar í 50% starf við Leikskólann Barnaból. Um er að ræða vinnu í eldhúsi og inná deild. Við leitum að duglegum og samviskusömum einstakling.
24.06.2014

Dagforeldri óskast á Þórshöfn og á Bakkafirði

Langanesbyggð auglýsir eftir áhugasömum einstaklingi til að gerast dagforeldri á Þórshöfn og á Bakkafirði. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í ágúst. Allar nánari upplýsingar gefur skrifstofustjóri Langanesbyggðar Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við skrifstofustjóra Langanesbyggðar á netfangið sirry@langanesbyggð.is eða í síma 468-1220.
24.06.2014

Næsti fundur sveitarstjórnar

Næsti fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar verður haldinn 10. júlí n.k. Staðsetning og dagskrá auglýst síðar.