Árlegur jólamarkaður um helgina
			
					05.11.2018			
	
                    
                                    
                            Fréttir                        
                            
            
							
						Hinn árlegi og skemmtilegi jólamarkaður verður um helgina í íþróttahúsinu á Þórshöfn. Þar verður fjöldi verslana, happrætti, kaffihús, spákona og fleira til skemmtunar. Þetta er stærsta fjáröflun foreldrafélags grunnskólans sem sér um kaffihúsið, og einnig fyrir unglingabekkina en ár hvert er happdrættið á vegum 8 bekkjar og safnast þar í ferðasjóð. 
			Hinn árlegi og skemmtilegi jólamarkaður verður um helgina í íþróttahúsinu á Þórshöfn. Þar verður fjöldi verslana, happrætti, kaffihús, spákona og fleira til skemmtunar. Þetta er stærsta fjáröflun foreldrafélags grunnskólans sem sér um kaffihúsið, og einnig fyrir unglingabekkina en ár hvert er happdrættið á vegum 8 bekkjar og safnast þar í ferðasjóð. Auk þess er þetta góð kynning fyrir heimaaðila til að kynna og selja varning, sem og nágranna okkar víðs vegar að. Markaðurinn hefur verið vel sóttur undanfarin ár af heimamönnum, sem og nágrönnum úr næstu byggðarlögum.

