Fara í efni

Yfirlit frétta

10.03.2014

Fundargerð fræðslunefndar

Fundargerð fræðslunefndar Langanesbyggðar haldinn þann 4. mars 2014
10.03.2014

Fundargerð Íþrótta- og tómstundanefndar

Fundargerð Íþrótta- og tómstundanefndar Langanesbyggðar haldinn þann 3. mars 2014
06.03.2014

Fundarboð VÞ - starfsmenn sveitarfélagsins

Verkalýðsfélag Þórshafnar boðar til félagsfundar með starfsmönnum sveitarfélaga mánudaginn 10. mars kl. 17:00 í Íþróttamiðstöðinni.
05.03.2014

Fjör á öskudaginn

Það var að venju heilmikið fjör í Þórsveri þegar "kötturinn" var sleginn úr tunnunni. Ýmsar skrítnar verur á ferðinni og virkilega gaman að því hvað foreldrar eru duglegir að mæta í búningum líka. Eftir að búið var að slá duglega í tunnurnar þá var marserað á nýpússuðu partketinu. Allir fóru heim með eitthvað gotterí og grunnskólabörnin eflaust alsæl að vera komin í vetrarfrí./GBJ
03.03.2014

Öskudagsball í Þórsveri

Hið árlega öskudagsball verður haldið í félagsheimilinu klukkan 15:00 á Öskudag. Allir að mæta í búningum, ungir sem aldnir, og dansa og hafa gaman saman. Kötturinn verður sleginn úr tunnunni og boðið verður upp á kaffi og djús. Mætum með góða skapið og skemmtum okkur saman.
01.03.2014

Aðalfundur Ferðafélagsins Norðurslóðar

Ferðafélagið Norðurslóð heldur aðalfund sinn n.k sunnudag, 2. mars. Byrjað verður á að ganga á Höfðann við höfnina á Raufarhöfn og verður aðalfundurinn haldinn eftir gönguna. Mæting við kirkjuna á Raufarhöfn kl. 13:00, fundurinn hefst í grunnskólanum kl. 14:00.
27.02.2014

Áríðandi fundur hjá VÞ

Kynning á sáttatillögu og kosningar
25.02.2014

AÐALFUNDUR UMFL

Hinn árlegi og að sjálfsögðu skemmtilegi aðalfundur Ungmennafélags Langnesinga verður haldinn laugardaginn 1. mars 2014 og verður fundurinn haldinn í matsal íþróttahússins Veri og hefjast herlegheitinn kl. 14:00. Allir velkomnir á fundinn, ungir jafnt sem aldnir.
25.02.2014

Hugmyndaflug um þorpið við heimskautsbaug

Laugardaginn 1. mars boða Raufarhafnarhópurinn og Þekkingarnet Þingeyinga til stefnumóts á Raufarhöfn. Dagskrá hefst kl. 11 á Hótel Norðurljósum og reiknað er með að hún standi fram á miðjan dag. Þar verður meðal annars farið yfir þá vinnu sem er í gagni í kringum "þorpið við heimskautsbaug"