06.05.2014
Hafnarverðir óskast á Bakkafjörð og á Þórshöfn
Langanesbyggð leitar að hafnarvörðum á Bakkafjörð og á Þórshöfn. Höfnin á Þórshöfn er ein af stærstu höfnum landsins í tonnum talið og um hana fer mikið af afurðum. Starfið á Bakkafirði er sambland af hafnarvörslu og starfi við áhaldahús á Bakkafirði. Umsóknarfrestur er til og með 13. maí n.k. Æskilegt er að nýr hafnarvörður geti hafið störf sem fyrst.