Fara í efni

Yfirlit frétta

06.05.2014

Ferðasumarið 2014

Nú styttist í upphaf ferðasumarsins 2014 en segja má að það hefjist með komu skemmtiferðaskipsins Fram sem kemur 31. maí n.k. Unnið hefur verið markvisst að því í Langanesbyggð að undirbúa sumarið með því að fjölga afþreyingarmöguleikum og má þar nefna uppsetningu útsýnispalls á Skoruvíkurbjargi, með uppsetningu upplýsingaskilta sem sett verða upp í sumar og útgáfu Ævintýrakorts barnanna svo að dæmi séu tekin. Þá var einnig glæsileg umfjöllun um Langanesbyggð í nýjasta blaði Icelandic Times Umfjöllunina má lesa með því að smella hér.
06.05.2014

Dagforeldri á Bakkafirði

Langanesbyggð auglýsir eftir áhugasömum einstaklingi til að gerast dagforeldri á Bakkafirði. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í sumar. Til greina kemur að sveitarfélagið leggi til húsnæði undir starfsemina.
06.05.2014

Hafnarverðir óskast á Bakkafjörð og á Þórshöfn

Langanesbyggð leitar að hafnarvörðum á Bakkafjörð og á Þórshöfn. Höfnin á Þórshöfn er ein af stærstu höfnum landsins í tonnum talið og um hana fer mikið af afurðum. Starfið á Bakkafirði er sambland af hafnarvörslu og starfi við áhaldahús á Bakkafirði. Umsóknarfrestur er til og með 13. maí n.k. Æskilegt er að nýr hafnarvörður geti hafið störf sem fyrst.
05.05.2014

Sveitarstjórnarkosningar 2014

Sveitarstjórnarkosningar fara fram laugardaginn 31. maí 2014. Frestur til að skila framboðslistum er til kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 10. maí 2014. Framboðum, ásamt nauðsynlegum fylgigögnum, skal skila til yfirkjörstjórnar Langanesbyggðar á skrifstofu Langanesbyggðar, Fjarðarvegi 3, Þórshöfn laugardaginn 10. maí, frá kl 10:00-12:00.
02.05.2014

Fundargerð sveitarstjórnar

Fundargerð sveitarstjórnar Langanesbyggðar haldinn 30. apríl 2014
02.05.2014

Skólamiðstöð á Þórshöfn

Á fundi sínum s.l. miðvikudag fjallaði sveitarstjórn Langanesbyggðar um viðbyggingu við grunnskólann á Þórshöfn. Undanfarna mánuði hefur staðið yfir vinna við þarfagreiningu og hönnun á mannvirkinu sem nú er á lokastigi.
30.04.2014

Úthlutun bjargnytja 2014

Í dag var bjargnytjum 2014 úthlutað á skrifstofu Langanesbyggðar. Alls bárust 8 umsóknir.
30.04.2014

Auglýsing um sveitarstjórnarkosningar 2014

Á grundvelli 1. mgr. 1. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998, með síðari breytingum, fara almennar sveitarstjórnarkosningar fram 31. maí 2014. Frestur til að skila framboðslistum til yfirkjörstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi er til kl. 12 á hádegi laugardaginn 10. maí 2014. Sveitarstjórnarmenn sem hyggjast skorast undan endurkjöri skulu tilkynna þá ákvörðun til yfirkjörstjórnar fyrir lok framboðsfrests.
30.04.2014

Ganga á Gunnólfsvíkurfjall

Ferðafélagið Norðurslóð stendur fyrir göngu með gestabók á Gunnólfsvíkurfjall við Bakkaflóa. Gengið verður á fjallið þann 3. maí n.k. Lagt upp frá keðjunni á veginum upp á fjallið kl. 11:00. Gunnólfsvíkurfjall hefur verið tilnefnt í verkefnið „Fjölskyldan á fjallið“ þetta árið.
28.04.2014

Samfélag fyrir alla - 1 maí

Fimmtudaginn 1 .maí n.k. ætla UMFL og Verkalýðsfélag Þórshafnar að halda upp á daginn með ykkur.