Árekstur við bryggjuna
02.10.2014
Fréttir
Skemmdir urðu á bryggjunni á Þórshöfn við árekstur flutningaskips þar í morgun
Skemmdir urðu á bryggjunni á Þórshöfn við árekstur flutningaskipt þar í morgun. Skipið er þangað komið til að sækja frosna afurð. Skipið sigldi á stálþilið sem gekk við það um 50 cm inn að sögn Jóns Rúnars hafnarvarðar og urðu steypuskemmdir á kanti við höggið frá stálþilinu. Kafarar voru við störf í dag að skoða og mynda skemmdir á bryggjunni en ekki varð tjón á skipinu sjálfu við áreksturinn. /HS


Björgvin og Thorberg í sjónum


Björgvin og Thorberg í sjónum

Björgvin, Rúnar og Thorberg


Björgvin, Thorberg og Jón Rúnar




Myndir: Hilma Steinarsdóttir