Opnaður hefur verið styrktarreikningur í Sparisjóðnum fyrir Söndru og Oliwiu.
Reikningurinn er opinn styrktarreikningur sem öllum er frjálst að leggja inn á til þess að styðja við fjölskylduna á þessum erfiðu tímum.
Í framhaldi af fundinum sem haldin var nýlega varðandi byggingu á skólamiðstöð á Þórshöfn setjum við hér fram myndband af því hvernig ytra útlit hússins lítur út á þessum tímapunkti. Minnum á að þetta er ennþá á hönnunar og hugmyndastígi og sett fram til upplýsinga fyrir íbúa hér í Langanesbyggð.
Sunnudaginn 11. maí kl. 10.00 heldur HSÞ ásamt UMFL héraðsmót í knattspyrnu í íþróttahúsinu á Þórshöfn. Þau félög sem hafa áhuga á að taka þátt í mótinu þurfa að skrá sig hjá Þorsteini í síma 847-6992 netfangið thorsteinna@simnet.is eða Oddnýu í síma 867-2255 netfangið oddasigga@gmail.com í síðasta lagi föstudaginn 2. maí. Þátttökugjald er 1500 kr á keppanda.
Fundur um forvarnarmá verður með foreldum/forráðamönnum verður í matsalnum í íþróttahúsinu, fimmtudaginn 3.apríl og byrjar kl.20.00. Gestir fundarins verða Magnús Stefánsson frá Maritu og María Björg Ingvadóttir félagsfræðingur.