Fara í efni

Yfirlit frétta

08.01.2022

Íbúafundir um sameiningarviðræður

Samstarfsnefnd um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps, boðar til samráðsfunda um verkefnið framundan. Fyrirhugað er að kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok mars næstkomandi. Markmið fundanna er að kynna verkefnið framundan, heyra sjónarmið íbúa og fá fram spurningar, áður en lengra er haldið.