Minnum á að frestur til að skila inn umsóknum um bjargnytjar er til kl 12:00 2. maí n.k. Umsóknum skal skila í lokuðum umslögum merktum BJARGNYTJAR á skrifstofu Langanesbyggðar að Fjarðarvegi 3 á Þórshöfn.
Aðalfundur UMFL verður haldinn sunnudaginn 28.apríl 2013 kl. 16:00 í kaffistofu Þórsvers. Boðið verður upp á grillaða pylsur og gos eftir aðalfund. Einnig verður boðið upp á bíó um leið og grillið byrjar fyrir káta krakka.
Næsta ganga Ferðafélagsins Norðurslóðar verður laugardaginn 27. apríl, á þeim langa kosningadegi. Gengið verður með gestabók upp á Kollufjall við Kópasker.
Langanesbyggð auglýsir til umsóknar heimild til bjargnytja í Skoruvíkurbjörgum samkvæmt neðanskráðu:
Úthlutað verður heimild til svartfugls- og ritu eggjatöku á eftirtöldum svæðum: