Fara í efni

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027 - efnistökusvæði.

Fréttir
Sveitarstjórn Langanesbyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Langanesbyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Breytingin felst í því að fimm efnistökusvæðum er bætt inná gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins á áður röskuðum svæðum til uppbyggingar og viðhalds vega í sveitarfélaginu.

Breytingartillagan og umhverfisskýrsla verða til sýnis á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3, 680 Þórshöfn frá og með mánudeginum 18. mars til mánudagsins 29. apríl 2019 og hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166 í Reykjavík Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Langanesbyggðar, www.langanesbyggd.is

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til mánudagsins 29. apríl 2019. Athugasemdum skal skila á skrifstofu Langanesbyggðar, Fjarðarvegi 3, 680 Þórshöfn, eða á netfangið: skipulag@langanesbyggd.is 

 Sveitarstjóri Langanesbyggðar