Fara í efni

Deiliskipulag Suðurbæjar á Þórshöfn. Vinnslutillaga til kynningar

Fréttir

Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 21. mars 2024 að kynna vinnslutillögu fyrir deiliskipulag Suðurbæjar á Þórshöfn. Tilgangur skipulagsins er að setja fram skilmála um framtíðaruppbyggingu á svæðinu og eru viðfangsefni meðal annars skilgreining á núverandi lóðarmörkum og nýjum íbúðar og þjónustulóðum. Þá er byggingarreitir skilgreindir, gatnakerfi, stígar og dvalarsvæði. Innan skipulagssvæðisins er gerð grein fyrir breyttri veglínu Norðausturvegar með sameiginlegum undirgöngum fyrir reiðstíg og útivistarstíg.

Vinnslutillagan ásamt drögum að húsakönnun verður aðgengileg á heimasíðu Langanesbyggðar og á skrifstofu sveitarfélagsins frá föstudeginum 22. mars 2024. Einnig er hægt að skoða vinnslutillöguna og húsakönnun í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á skipulagsgátt.is undir málsnúmeri 338/2024.

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma á framfæri ábendingum vegna skipulagsins. Ábendingar skulu vera skriflegar og merktar „Deiliskipulag suðurbæjar Þórshafnar - vinnslutillaga“. Þær skal senda á: Langanesbyggð Langanesvegur 2, 680 Þórshöfn eða á netfangið bjorn@langanesbyggd.is. Einnig er hægt að senda inn ábendingar á skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 338/2024.

Frestur til að skila inn ábendingum er til og með föstudagsins 5. apríl 2024. Ábendingar verða hafðar til hliðsjónar í skipulagsvinnunni en þeim verður ekki svarað með formlegum hætti.

Hér er tengill  á vinnslutillöguna: lbds-2101-thorshofn-skipulagsuppdrattur-sudurbaer.pdf 
Hér er tengill á húsakönnun: ds2101_sudurbaer-husakonnun-2024-02-29.pdf

Björn S. Lárusson
Sveitarstjóri