Fara í efni

Auglýsing um skipulagsmál í Langanesbyggð

Fréttir
Yfirlitsmynd af deiliskipulagsvæðunum. Nánari upplýsingar á skrifstofu Langanesbyggðar
Yfirlitsmynd af deiliskipulagsvæðunum. Nánari upplýsingar á skrifstofu Langanesbyggðar

Kynning á drögum á deiliskipulagi íbúðabyggðar og miðsvæði vestan Langanesvegar á Þórshöfn og deiliskipulagi miðsvæðis við Fjarðarveg á Þórshöfn. 

Skipulags- og umhverfisnefnd Langanesbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 1. september 2020 að kynna skipulagsdrög í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Helstu viðfangsefni eru skilgreiningar á lóðamörkum, byggingareitum, dvalarsvæðum, gatna- og stígakerfi.

 Skipulagsdrög liggja frammi til kynningar og eru aðgengileg á skrifstofu sveitarfélagsins og á heimasíðunni www.langanesbyggd.is. Íbúar og hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér skipulagsdrögin.

Hægt verður að koma ábendingum á framfæri skriflega við skrifstofu eða á netfangið skipulag@langanesbyggd.is til mánudagsins 21. september 2020.

 

Sveitarstjóri Langanesbyggðar