Fara í efni

Auglýsing um skipulagsmál í Langanesbyggð

Fréttir

Byggðaráð Langanesbyggðar samþykkti þann 20. júlí sl. að auglýsa tillögu að breytingu á eftirfarandi deiliskipulagi ,,Deiliskipulag Íbúðarbyggðar og miðsvæðis vestan Langanesvegar, Þórshöfn“ í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í tillögunni er gert ráð fyrir fjórum nýjum lóðum undir lítil íbúðarhús, þjónustu og verslanir við Langanesveg 17 og 19 ásamt breytingu á bílastæði og lítilsháttar tilfærslu á fyrirhuguðum göngustígum

Breytingartillagan er til sýnis á skrifstofu sveitarfélagsins frá 23. ágúst 2023 og einnig á slóð á breytinguna hér á heimasíðunni.

skipulagstillaga-langanesvegur-17-19-20.07.2023.pdf

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillögurnar. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og merktar sendanda. Þær skulu berast í síðasta lagi 5. október 2023
á skrifstofu sveitarfélagsins Fjarðarvegi 3, 680 Þórshöfn,
eða á netfangið bjorn.sigurdur.larusson@langanesbyggd.is.

 

Björn S. Lárusson 

 Sveitarstjóri