Fara í efni

Auglýsing um skipulagsmál í Langanesbyggð

Fréttir

Heildarendurskoðun á deiliskipulagi hafnarsvæðis Þórshafnar og breyting á Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027 vegna stækkunar á hafnarsvæði Þórshafnar.

Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 27. janúar 2022 að auglýsa og leita umsagnar vegna skipulagslýsingar verkefnisins í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í kjölfarið var skipulagslýsingin auglýst frá 31. janúar til 23. febrúar 2022. Í kjölfar umsagna sem bárust var ákveðið að endurskoða markmið skipulagsins auglýsa aftur lýsingu verkefnisins.

Skipulagssvæðið er á hafnarsvæði Þórshafnar og er um 20,8 ha og afmarkast af Bakkavegi í norðri, fjöruborði og varnargarði í austri, varnargarði og sjó í suðri og varnargarði og strandlengju í vestri.

Viðfangsefni og markmið með endurskoðuðu deiliskipulagi er að setja ramma utan um fyrirhugaða uppbyggingu hafnarsvæðis og tryggja sjávarútvegi og öðrum atvinnugreinum nægt athafnasvæði til framtíðar. Ísfélagið hyggst stækka frystingu og reisa frystigeymslu austan við núverandi frystihús með tilheyrandi landfyllingu. Helstu breytingar á aðalskipulagi er að breyta þéttbýlisuppdrætti þar sem hafnarsvæðið er stækkað vegna lengingar á hafnarkanti og aukinnar uppbyggingu á hafnsækinni starfsemi á svæðinu.

Um er að ræða sameiginlega skipulags- og matslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu og heildarendurskoðun á deiliskipulagi unna af Verkfræðistofunni Eflu.

Skipulagstillögu fyrir höfnina má nálgast hér

Nýtt deiliskipulag fyrir veiðihús í landi Tungusels ásamt breytingu á Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027.

Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 16. mars 2023 að auglýsa skipulagslýsingu vegna vinnu við deiliskipulag fyrir veiðihús í landi Tungusels ásamt samhljóða breytingu á Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027. Um er að ræða sameiginlega skipulagslýsingu sem unnin er af Arkís arkitektum.

Skipulagssvæðið er um 2,1 ha og staðsett milli Tungná og Hafralónsár. Gert er ráð fyrir að aðkoma að svæðinu verði um vegslóða sem liggur á austurbakka Hafralónsár. Svæðið er á landnotkunarreit fyrir landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi.

Viðfangsefni og markmið deiliskipulagsins er að skilgreina lóðarmörk, byggingarreiti, skilmála um byggingarmagn og útlit bygginga, skilgreina aðkomu að svæðinu, bílastæði, stígakerfi og fleira. Fyrirhuguð er breyting á aðalskipulagi þar sem skilgreindur er landnotkunarreitur fyrir verslun og þjónustu ásamt því skilgreina vegtengingar og meta hvort þörf sé á nýju efnistökusvæði.

Skipulagsgögnin verða aðgengileg heimasíðu Langanesbyggðar og á skrifstofu sveitarfélagsins frá miðvikudeginum 5. apríl 2023. Óskað er eftir ábendingum og sjónarmiðum um efni þeirra frá almenningi og umsagnaraðilum. Ábendingar skulu vera skriflegar og merktar „Skipulagslýsing í Langanesbyggð“ og skal nafn sendanda, kennitala og heimilisfang koma fram. Þær skal senda á: Langanesbyggð Langanesvegur 2, 680 Þórshöfn eða á netfangið bjorn.sigurdur.larusson@langanesbyggd.is.

Skipulagslýsingu vegna vinnu við deiliskipulag fyrir veiðihús í landi Tungusels má nálgast hér

Frestur til að skila inn ábendingum er til og með miðvikudagsins 26. apríl 2023. Ábendingar verða hafðar til hliðsjónar í skipulagsvinnunni en þeim verður ekki svarað með formlegum hætti.

Björn S. Lárusson
Sveitarstjóri Langanesbyggðar