Fara í efni

Auglýsing um samþykkta skipulagstillögu í Langanesbyggð

Fréttir

 Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti deiliskipulag athafnasvæðis á Þórshöfn á fundi sínum þann 26. september 2019.

Deiliskipulagssvæðið er 5 ha að stærð og er núverandi athafnasvæði og nærumhverfi þess norðan við byggðina á Þórshöfn. Helstu viðfangsefni deiliskipulagsins er skilgreining á lóðamörkum og afmörkun byggingarreita. Í skipulaginu eru skilgreindar nýjar athafnalóðir við Langholt.  Deiliskipulagið er sett fram á uppdrætti með greinargerð dags. 6. maí 2019 (m.br. 23. september).

Tillagan var auglýst 24. júlí 2019 með athugasemdarfrest til 4. september. Auglýsingar birtust í Lögbirtingarblaðinu, á heimasíðu Langanesbyggðar og staðarblaðinu Skeglan. Skipulagsgögn voru aðgengileg á skrifstofu Langanesbyggðar, Fjarðarvegi 3 Þórshöfn, og á heimasíðu sveitarfélagsins www.langanesbyggd.is. Umsagnir bárust frá umsagnaraðilum og gaf umsögn Vegagerðarinnar tilefni til óverulegrar breytingar á auglýstum uppdrætti. Frekari upplýsingar má nálgast á skrifstofu Langanesbyggðar.

Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Með gildistöku deiliskipulagsins fellur úr gildi eldra deiliskipulag Stórholts og Háholts.

B-deild útgáfudagur 14. nóvember 2019

Langanesbyggð, 14. nóvember 2019

Elías Pétursson, sveitarstjóri