Fara í efni

4. fundur vinnuhóps um landbúnaðarmál

28.11.2022 16:00

Fundargerð vinnuhóps um landbúnaðarmál

4. fundur í vinnuhópi um landbúnaðarmál, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins Langanesvegi 2 Þórshöfn, mánudaginn 28. febrúar 2022, kl. 16:00

Mætt: Eggert Stefánsson, Ágúst Marinó Ágústsson, Jóhannes Ingi Árnason. Hafliði Jónsson, Soffía Björgvinsdóttir og Árni Gunnarsson. Björn S. Lárusson sveitarstjóri ritaði fundargerð.

Formaður setti fundinn og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki og var gengið til dagskrár.

Dagskrá

1. Samræming verðskrár refaveiða
2. Göngur í Langanesbyggð 2022 – Gangnaseðill
3. Erindisbréf landbúnaðar- og dreifbýlisnefndar
4. Umsögn um undirgöng undir nýjan veg yfir Brekknaheiði
5. Önnur mál.

Fundargerð

1. Samræming gjaldskrá vegna refa- minkaveiða
Lögð fram samræmd gjaldskrá fyrir sameinað sveitarfélag.

Bókun um afgreiðslu: Hópurinn samþykkir eftirfarandi gjaldskrá og gerir hana að tillögu sinni:
a) Greitt fyrir leit á grenjatíma kr. 19.000.- á skotið dýr.
b) Greitt fyrir leit á þekktu greni kr. 9.200.-
c) Greitt fyrir leit á þekktu eða nýju greni kr. 9.200.-
d) Greiðsla vegna hlaupadýra kr. 5.000.-
e) Greiðsla fyrir minkaveiði, hvert skott 7.500.-

Nefndin leggur til að ráðinn verði sérstakur starfsmaður sem hafi umsjón með skipulagðri leit að mink með hundum meðfram strandlengju og árbökkum í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða.

2. Göngur í Langanesbyggð 2022 – Gangnaseðill
Þessum lið frestað þar til endanlegt uppgjör liggur fyrir.

3. Erindisbréf landbúnaðar- og dreifbýlisnefndar
Langt fram erindisbréf landbúnaðar- og dreifbýlisnefndar.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir erindisbréfið og beinir því til sveitarstjórar að skipa nýja landbúnaðar- og dreifbýlisnefnd. Nefndin minnir á jafnrétti kvenna og karla í nefndum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

4. Umsögn um undirgöng undir nýjan veg yfir Brekknaheiði

Skipulagsnefnd hefur óskað álits vinnuhóps um landbúnaðarmál um undirgöng undir nýjan veg um Brekknaheiði.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin gerir ekki athugasemdir hvort gerð verði undirgöng eða ekki undir veginn. Hinsvegar ítrekar nefndin þá ósk sem komið hefur fram að girt verði báðum megin við veginn yfir Brekknaheiði og að netgirðig verði sunnan vegar. Nefndin hvetur til þess að framkvæmdir við girðingu hefjist þegar vorið 2023.

Samþykkt samhljóða.

5. Önnur mál.
a) Heiðargirðing sveitarfélagsins.

Lagt er til að sveitarfélagið láti kanna og meta tjón á heiðargirðingunni yfir Saurbæjarheiði og láti fara fram viðgerð á henni.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða

Fundi slitið kl. 17:40

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?