Fara í efni

2. fundur vinnuhóps um landbúnaðarmál

17.08.2022 19:00

Vinnuhópur um Landbúnaðarmál.

  1. Fundur 17. Ágúst 2022. Kl 19. Í Holti

Mættir: Soffía Björgvinsdóttir, Árni Gunnarsson, Eggert Stefánsson, Jóhannes Ingi Árnason og Hafliði Jónsson.

Þetta þarf að gera..

  1. Vinna drög að Gangnaseðli

Þetta var gert.

  1. Farið yfir mönnun gangna og uppgjörs fyrirkomulag.

Breytingar sem lagðar voru til.

Þistilfjarðardeild: Rauðnes, Viðarfjall og Borgnaland verði tekin saman í eitt svæði til eftirleita sem Hagaland og Sævarland sér um.
Afrétt og fjallgarður verði tekið saman í svæði sem Sveinungvík og Kollavík sjá um.
Langanesdeildir eystri og vestari: Niðurdeilingu verka var yfirfarin og drög gerð að niðurjöfnun.

Uppgjör verður unnið í vinnuskildu tendri fjáreign. Sameiginlegum kosnaði verði deilt niður á kindur deildanna.

Mögulega þarf að greiða smölun á ákveðnum svæðum sérstaklega.

Fjalllskilaseðill verður unnin í framhaldinu og sendur nefndarmönnum í tölvupósti til yfirferðar. Og samþykktur á næsta fundi.

Fundi slitið 22:30

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?