Fara í efni

11. fundur um heilsueflandi samfélag

15.08.2022 16:00

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð

Fundargerð 11. fundar um heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð (HSAM-Lnb), haldinn 15. ágúst 2022 að Langanesvegi 2. Fundurinn hófst kl. 16:03
Mættir voru: Bergrún Guðmundsdóttir, Valgerður Sæmundsdóttir, Hulda Kristín Baldursdóttir og Sigurbjörn V. Friðgeirsson.


Dagskrá

1. Kynning á verkefninu Heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð
Nýr stýrihópur hefur verið skipaður fyrir Heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð og því hófst fundurinn á almennri kynningu á verkefninu. Auk þess ræddum við verklag og verkaskiptingu í fyrri stýrihóp og munu fundarmenn taka þau mál til umhugsunar fyrir næsta fund.

2. Fundargerð síðasta fundar lesin
Fundargerð 10. fundar um Heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð lesin. Í henni má sjá nokkurskonar uppgjör á vinnu síðasta vetrar sem nýr stýrihópur getur byggt á til framtíðar.

3. Vefkerfið Heilsueflandi.is
Sigurbjörn kynnti vefkerfið heilsueflandi.is og sýndi hvernig nýta mætti þær upplýsingar sem söfnuðust síðasta vetur til að marka stefnu í starfi hópsins á þessu tímabili. HSAM-LNB telur mikilvægt að halda áfram að fylla út gátlistana og viðhalda samtali við þær stofnanir innan sveitarfélagsins sem hafa með þau atriði að gera. Fundarmenn munu kynna sér betur viðmið Landlæknisembættisins sem finna má í kerfinu fyrir næsta fund með það fyrir augum að geta ákveðið tiltekin markmið til að vinna að á þessu starfstímabili.

4. Lýðheilsuverkefni á döfinni
Nú styttist í að verkefnið Göngum í skólann hefjist en það verður sett í sextánda sinn 7. september næstkomandi og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 5. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Almenningsíþróttasvið ÍSÍ óskar eftir liðsinni Heilsuefandi sveitarfélaga við að hvetja alla skóla á okkar svæði til þátttöku og auðvelda foreldrum og börnum að velja virkan ferðamáta. Það má gera með að nýta heimasíðu og Facebooksíðu sveitarfélagsins til að segja frá verkefninu og hvetja skólastjórnendur til að taka þátt. Einnig með því að tryggja að göngu- og hjólreiðastígar séu öruggir og greiðir með því að huga að hreinsun, viðhaldi og lýsingu. Jafnframt er nauðsynlegt að stuðla að því að nærumhverfi skólanna sé öruggt eftir því sem við á t.d. með því að takmarka bílaumferð við skóla, huga að merkingum við t.d. gangbrautir, tryggja öryggi vegfarenda við umferðarþungar götur.
Sigurbjörn mun leita samstarfs við skólastjórnendur og forstöðumann þjónustumiðstöðvar með þetta í huga.
Íþróttavika Evrópu verður dagana 23.-30. september. Reynsla frá fyrra ári bendir til að hagstæðara væri að hafa dagskrá í Langanesbyggð fyrr í mánuðinum með tilliti til veðurfars og að fá fyrirlesara
eða námskeið á svæðið. Sigurbjörn mun hafa samband við verkefnisstjóra hjá ÍSÍ og ganga á eftir lista yfir aðila tengda verkefninu og samhliða þarf að hugmyndavinna fyrir viðburðadagskrá Íþróttaviku Evrópu í Langanesbyggð að fara af stað.

5. Önnur mál
Engin önnur mál rædd.
Fundi slitið 17:07

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?