Fara í efni

9. fundur um heilsueflandi samfélag

17.03.2022 16:07

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð

Fundargerð 9. fundar um heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð (HSAM-Lnb), haldinn 17. mars 2022 að Langanesvegi 2. Fundurinn hófst kl. 16:07
Mættir voru: Anna Lilja, Sigríður Friðný og Sigurbjörn Veigar.

Dagskrá

1. Samantekt frá fundi HSAM-tengiliða og Landlæknisembættisins
Landlæknisembættið stóð fyrir fundi með tengiliðum Heilsueflandi samfélags þann 15. febrúar. Á fundinum fór fram kynning á starfi Heilsueflandi grunn-, leik- og framhaldsskóla auk þess sem tengiliðir deildu reynslu sinni af samstarfi og sýn á hvernig samstarfi milli verkefnanna skyldi háttað.

2. Staða vinnu við gátlista á heilsueflandi.is
Á síðasta fundi var breytt vinnulag við útfyllingu gátlistanna á heilsueflandi.is samþykkt og Sigurbirni falið að fylla út og leita svara við því sem eftir væri og bera þá vinnu undir HSAM- hópinn til samþykkis. Viðmiðin sem eftir voru á gátlistunum voru þess eðlis að leita þurfti álits kunnugri aðila á stjórnsýslu í Langanesbyggð.
Sigurbjörn hefur þegar átt fund með Birni skrifstofustjóra þar sem farið var yfir viðmið tengd stjórnsýslu í sveitarfélaginu.
17. febrúar átti hann afar góðan fund með skólastjórnendum leik- og grunnskóla þar sem málefni heilsueflandi grunnskóla, leikskóla og samfélags voru til umræðu og samstarfsgrundvöllur ræddur. Þess að auki aðstoðuðu skólastjórnendur við að fylla út þá gátlista sem sneru að þeirra starfi. Sammælst var um að reyna að hittast oftar á fundum sem þessum og þá miða við tvö skipti á skólaári.
Rósa Jóhannesdóttir, hjúkrunarforstjóri, og Sigurbjörn áttu fund 4. mars þar sem farið var yfir þau viðmið sem sneru að umönnun aldraðra og slysavörnum.
Eftir standa örfá viðmið tengd starfi félagsþjónustu í sveitarfélaginu. Búið er að koma á fundi með félagsþjónustunni þar sem þau verða afgreidd.

3. Yfirferð á vinnu við gátlista á heilsueflandi.is
Grunnlína dregin í öllum gátlistum nema Vellíðan með geðrækt.

4. Önnur mál
a. Heilsueflandi framkvæmdir í Langanesbyggð
Stýrihópnum barst ósk um að hópurinn beitti sér fyrir bættu aðgengi að vinsælum útivistarstöðum í sveitarfélaginu, t.d. með gerð bílastæða við Brekknasand. Stýrihópurinn er fylgjandi slíkum framkvæmdum sem auka öryggi og jafna aðgengi íbúa að heilsueflandi útiveru að því gefnu að samþykki landeigenda liggi fyrir.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 16:53

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?