Fara í efni

4. fundur um heilsueflandi samfélag

29.06.2020 16:00

Fundur í stýrihóp um heilsueflandi sveitarfélag

4. Fundur stýrihóp Langanesbyggðar um heilsueflandi sveitarfélag (HSAM) var haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn mánudaginn 29. júní 2020. Fundur var settur kl. 16:00.

Mætt voru: Anna Lilja Ómarsdóttir, Sigríður Friðný Halldórsdóttir og Þorsteinn Ægir Egilsson. Auk þess sat Jónas Egilsson fundinn og ritaði fundargerð.

Fundargerð

1. Samstarf við SÁÁ
Jónas fór yfir samskipti sín við fulltrúa SÁÁ og hóps AA einstaklinga í Langanesbyggð. Stefnt er að komu fulltrúa SÁÁ hingað í sumar til fundar með hópnum.

2. Niðurstöður funda með deildarstjórum Langanesbyggðar
Anna Lilja og Sigríður Friðný fóru yfir niðurstöður og tillögur frá fundum þeirra í vetur með deildarstjórum og setja fram tillögur. Ákveðið að setja listann upp í forgangsröðun fyrir næsta fund.

Fundi frestað vegna útkalls sjúkrabíls kl. 16:15.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?