Fara í efni

2. fundur um heilsueflandi samfélag

23.01.2020 16:15

Fundur í stýrihóp um heilsueflandi sveitarfélag

2. Fundur stýrihóp Langanesbyggðar um heilsueflandi sveitarfélag (HSAM) var haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn fimmtudaginn 23. janúar 2020. Fundur var settur kl. 16:15.
Mætt voru: Anna Lilja Ómarsdóttir, Sigríður Friðný Halldórsdóttir og Þorsteinn Ægir Egilsson. Auk þess sat Jónas Egilsson fundinn og ritaði fundargerð.

Fundargerð

1. Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir grunnskólanemendur
Anna Lilja lagði fram tillögu að dagskrá fyrir sjálfstyrkingarnámskeið fyrir mið- og efstu stig nemenda grunnskólans. Áætlaður kostnaður eru kr. 261.400. Óskað er eftir styrk fyrir um helmingi kostnaðar eða um kr. 130.000 fyrir verkefnið. Um er að ræða tveggja daga námskeið á skólatíma og fund með foreldrum, um miðjan febrúar nk. Verkefnið er að öðru leyti fjármagnað af foreldrafélaginu.
Bókun um afgreiðslu: Stýrihópurinn fagnar þessari hugmynd og leggur til við byggðaráð að verkefnið verði styrkt um umbeðna upphæð. Enn fremur er lagt til að námskeið af þessu tagi á hverju ári.
Samþykkt samhljóða.

2. Heilsuefling á vinnustöðum
Kynningu er lokið á öllum deildum hjá Langanesbyggð. Næsta skref eru fundir öllum með deildarstjórum þar sem kynntar yrðu hugmyndir um heilsueflandi aðgerðir hjá sveitarfélaginu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?