Fara í efni

17. fundur um heilsueflandi samfélag

04.12.2023 15:00

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð

Fundargerð 17. fundar um heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð (HSAM-Lnb), haldinn 4. desember 2023 að Langanesvegi 2. Fundurinn hófst kl.15:09 á að fundargerð 15. og 16. fundar um heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð voru lesnar.

Mættir voru: Hulda Kristín Baldursdóttir, Bergrún Guðmundsdóttir,  Sigurbjörn V. Friðgeirsson. Á fundinn mætti einnig Björn S. Lárusson sveitarstjóri

Dagskrá

1. Bókun L-lista
Bókun L-lista frá 22. fundi sveitarstjórnar Langanesbyggðar rædd.

2. Heilsueflandi framkvæmdir í Langanesbyggð
Í ljósi þess að fjárhagsáætlunargerð stendur yfir hjá Langanesbyggð þá minnir stýrihópurinn á eftirfarandi bókun frá 16. fundi HSAM- Lnb

b. Stýrihópur um Heilsueflandi samfélag fer þess á leit við sveitastjórn að hugað verði að uppbyggingu og eflingu stíga og útisvæða í sveitarfélaginu á grundvelli lýðheilsusjónarmiða. Slíkar framkvæmdir stuðla á margvíslegan hátt að heilsu og vellíðan íbúa auk þess sem þær nýtast öllum íbúum, óháð efnahag og öðru slíku. Stýrihópur um heilsueflandi samfélag er reiðubúinn að koma með nánari tillögur óski þær nefndir og ráð sem um málin hafa að segja eftir því.

3. Ósk um fjárveitingu
Stýrihópurinn fer fram á við sveitarstjórn að við fjárhagáætlanagerð verði HSAM-Lnb eyrnamerkt fjárhæð að 1m.kr sem nýta megi til viðburðahalds, líkt og til að stuðla að framgangi heilsueflandi fyrirlestra og/eða námskeiða í Langanesbyggð. Að sama skapi kæmi slíkt fjármagn til með að styrkja stöðu umsókna á vegum stýrihópsins ef til kæmi (t.d. í lýðheilsusjóð) þar sem um verkefni með eigin fjármögnun/mótframlag væri að ræða.

4. Tilnefning í stýrihóp HSAM-Lnb
Stýrihópurinn óskar eftir tilnefningu sveitarstjórnar að fulltrúa í stýrihóp verkefnisins.

5. Önnur mál

a) Öryggi gangandi vegfarenda við Austurveg

Umræður sköpuðust um öryggi gangandi vegfarenda við Austurveg. Engin gangstétt er við götuna og umferðarhraði á tíðum meiri en óskandi er. Gerð gangstéttar og uppsetning hraðahindrana væru skref í rétta átt að mati HSAM-Lnb.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 15:54

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?