Fara í efni

16. fundur um heilsuefnlandi samfélag

17.04.2023 15:46

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð


Fundargerð 16. fundar um heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð (HSAM-Lnb), haldinn 17. apríl 2023 að Langanesvegi 2. Fundurinn hófst kl. 15:46 á að fundargerð 15. fundar um heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð var lesin.
Mættir voru: Bergrún, Hulda og Sigurbjörn

Dagskrá

1. Fundur með velferðar- og fræðslunefnd (13.04.23)
Á síðasta fundi Velferðar- og fræðslunefndar gerði íþrótta- og tómstundafulltrúi grein fyrir starfi HSAM-hópsin en góðar umræður áttu sér stað í kjölfarið um hvernig og með hvaða leiðum við gætum beitt okkur til að stuðla betur að framgangi verkefnisins.
HSAM-hópurinn tekur tillögum Velferðar- og fræðslunefndar um aukið samtal og upplýsingagjöf fagnandi auk tillagna um mótun lýðheilsustefnu fyrir sveitarfélagið.

2. Lýðheilsustefna
Í samningi sveitarfélagsin við Landlæknisembættið um að gerast Heilsueflandi samfélag er kveðið á um að sveitarfélög móti sér stefnu í lýðheilsumálum. Það virðist allur gangur á því hversu langt sveitarfélög eru komin í þeim efnum en mörg hver virðast í að minnsta hafa myndað stefnu í íþrótta- og tómstundamálum þar sem lýðheilsu er gert hátt undir höfði. Rætt var um gerð slíkrar stefnu í Langanesbyggð, verklag og stefnur annarra sveitarfélaga skoðaðar í leit að fyrirmyndum.

3. Tengiliðafundur HSAM á landsvísu (16.02.23)
a. Verkfærakista HSAM
Verkfærakista HSAM er tilbúin að nafninu til en auglýst er eftir efni frá sveitarfélögum til að mynda gagnargrunninn.
b. Kynning á „Virk efri ár“ Akureyrarbæjar og glærur
Sigurbjörn benti á verkefni Akureyrarbæjar sem snýr að heilsueflingu eldri-borgara en efnið ekki kynnt sérstakleg. Efni lagt fram til kynningar.
c. Bjartur lífsstíll
Bjartur lífstíll er samstarfsverkefni LEB og ÍSÍ sem miðar að heilsueflingu eldri borgara. Þar hafa verkefnisstjórar þegar unnið frábært efni fyrir þjálfara, iðkendur og þá sem að starfinu standa og höfum við nýtt okkur það að einhverju leiti í heilsueflandi starfi með eldri borgurum í vetur. Efnið var lagt fram til kynningar.

4. Önnur mál
a. Ábending barst um að gangstétt vanti í Austurveg sem er að vissu leiti lýðheilsumál þar sem það snýr að öryggi vegfarenda. HSAM hópurinn óskar eftir að málið verði tekið til skoðunar af framkvæmdaraðilum.
b. Stýrihópur um Heilsueflandi samfélag fer þess á leit við sveitastjórn að hugað verði að uppbyggingu og eflingu stíga og útisvæða í sveitarfélaginu á grundvelli lýðheilsusjónarmiða. Slíkar framkvæmdir stuðla á margvíslegan hátt að heilsu og vellíðan íbúa auk þess sem þær nýtast öllum íbúum, óháð efnahag og öðru slíku. Stýrihópur um heilsueflandi samfélag er reiðubúinn að koma með nánari tillögur óski þær nefndir og ráð sem um málin hafa að segja eftir því.
c. Næsti fundur ákveðinn miðvikudaginn 17. maí kl. 15:45.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 16:38

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?