Fara í efni

13. fundur um heilsueflandi samfélag

23.11.2022 16:40

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð

Fundargerð 13. fundar um heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð (HSAM-Lnb), haldinn 23. nóvember 2022 að Langanesvegi 2. Fundurinn hófst kl. 16:40 á að fundargerð 12. fundar um heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð var lesin.
Mættir voru: Hulda Kristín, Bergrún, Valgerður og Sigurbjörn.

Dagskrá

1. Íþróttavika Evrópu í Langanesbyggð
Rætt um hvernig Íþróttavika Evrópu gekk. Viðburðir voru mun betur sóttir en árið á undan og sérstök ánægja var með Badminton og borðtennisviðburðina. HSAM-Lnb barst erindi þar sem hvatt var til að slíkt yrði reglulegur viðburður. Stýrihópurinn mun hafa samband við forstöðumann íþróttamiðstöðvar varðandi möguleika á fleiri fjölskylduvænum viðburður.

2. Erindi frá foreldrafélagi Grunnskóla um skjátíma barna.
Umræða fór fram um efni erindisins.

3. Lýðheilsustefna
Lýðsheilsustefnur annarra sveitarfélaga skoðaðar með mótun okkar eigin í huga.

4. Önnur mál
a. Dagsetning næsta fundar HSAM-Lnb
Möglegur fundartími stýrihópsins ákveðinn 9. Janúar næstkomandi.
Fundi slitið kl. 16:57

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?