Fara í efni

1. fundur um heilsuefnlandi samfélag

20.09.2019 16:15

Fundur í stýrihóp um heilsueflandi sveitarfélag

Fyrsti Fundur stýrihóp Langanesbyggðar um heilsueflandi sveitarfélag (HSAM) var haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn föstudaginn 20. september 2019. Fundur var settur kl. 16:15.
Mætt voru: Anna Lilja Ómarsdóttir, Sigríður Friðný Halldórsdóttir og Þorsteinn Ægir Egilsson. Auk þess sat Jónas Egilsson fundinn og ritaði fundargerð.

Fundargerð

1. Umræður um næstu skref
Minnisblað um mögulegar aðgerðir stýrihópsins lagt fram. Einnig lagður fram bæklingur frá embætti landlækni með ráðleggingum um heilsueflingu á vinnustöðum.
Starfsmenn heilsugæslunnar á Þórshöfn eru að undirbúa heimsóknir í fyrirtæki og vinnustaði í sveitarfélaginu í byrjun næsta mánaðar. Markmiðið er að taka umræðu við fyrirsvarsmenn og konur um aðgerðir vinnustaða til aðgerða í heilsueflingu vinnustaða og vellíðan starfsmanna. Heimsóknir verða til stofnana og deilda sveitarfélagsins síðar í mánuðinum.
Rætt einnig um samstarf við félagasamtök, viðbótarbúnað í íþróttahús og tækjasal o.fl. Einnig rætt um að fá hingað iðjuþjálfara til starfa á vinnustaði o.fl.
Einnig rætt um að taka saman upplýsingar um það sem gert hefur verið og fellur undir markmið Heilsueflandi samfélags, upplýsa fólk og forsvarsaðila fyrirtækja og stofnana um mikilvægi þess að unnið sé að bættri heilsu íbúa og starfandi fólks. Hugmyndir voru settar fram um að deildir sveitarfélagsins hefðu eyrnamerktar fjárveitingu til að sinna þessu verkefni og starfsfólk fengi beina og óbeina hvatningu til aukinnar íþróttaiðkunar og heilsueflingar.


2. Næsti fundur
Næsti fundur verður ákveðinn síðar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?