Fara í efni

9. fundur velferðar- og fræðslunefndar

31.08.2023 15:00

Fundur velferðar- og fræðslunefndar

9. Fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 31. ágúst 2023 kl. 15:00

Mætt voru: Sigríður Friðný Halldórsdóttir formaður, Karítas Ósk Agnarsdóttir, Jóhann Hafberg Jónasson, Þórarinn J. Þórisson, Margrét Guðmundsdóttir og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Einnig sátu undir lið 1-4 um fræðslumál eftirtaldir áheyrnarfulltrúar:

Árni Davíð Haraldsson fyrir hönd skólastjóra Grunnskólans og Magdalena Zawodna fyrir kennara grunnskólans og Hjördís Matthilde Henriksen fyrir kennara Barnabóls.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hún spurði hvort athugasemd væri gerð við fundarboð og dagskrá.

Formaður bar fram þá tillögu að liður 2-3 verði settur saman í einn lið þar sem um svipað mál og afgreiðslu er um að ræða. Tillagan samþykkt samhljóða.

Sigurbjörn Veigar Friðgeirsson kom inn undir lið 12.

Fundargerð

Fræðslumál

1. Skýrslur skólastjórnenda.
Skólastjórnendur fóru yfir innritanir, starfsmannamál og hvað er á döfinni í skólunum á komandi vetri.

2. BSI úttekt á leiksvæðum Grunnskólans á Þórshöfn og Leikskólans Barnabóls
BSI kom í sumar og gerði aðalskoðun á leiksvæði Grunnskólans á Þórshöfn og leikskólans Barnabóls. Svæðin voru tekin út og settar inn athugasemdir þar sem við átti sem voru skilgreindar eftir áhættu og gefinn tímarammi til umbóta eftir því.

Bókun um afgreiðslu: Ljóst er að töluverðra umbóta er þörf. Nefndin leggur til að sett verði fjármagn í að teikna upp lóðir Grunnskólans og Barnabóls í fjárhagsáætlun næsta árs. Nefndin leggur áherslu að þau atriði sem voru í mestri áhættu verði löguð sem allra fyrst.

Samþykkt samhljóða.

3. Menntastefna.
Ný menntastefna Langanesbyggðar hefur verið á plani frá því 2021.

Bókun um afgreiðslu: Stefnt verður á að halda íbúafund með skólaráðgjafa Langanesbyggðar, Gunni Gíslasyni, varðandi nýja menntastefnu sveitarfélagsins. Lagt er til að fundur verði haldinn 28. september n.k. kl. 17:00. Skrifstofustjóra er falið að athuga hvort félagsheimilið Þórsver sé laust á þessum tíma og auglýsa fundinn.

Samþykkt samhljóða.

4. Kynning frá Hafsteini Karlssyni.
Kynnisbréf á ráðgjafahlutverki í menntamálum sem hann er að sinna.
Lagt fram til kynningar.

Velferðarmál

5. Starfshlutfall iðjuþjálfa.
Lagt er fram minnisblað formanns um starf iðjuþjálfa í Langanesbyggð og tillögur að aukningu þess starfshlutfalls.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur til að sveitarstjóri ræði við forstjóra Nausts, skólastjóra Grunnskólans og formann félags eldri borgara um framkomnar tillögur og skoða hvort þær rúmist innan rekstraráætlunar þessa árs.

Samþykkt samhljóða.

6. Kynning gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála fyrir Samtökum sveitafélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi Eystra.
Lagt fram til kynningar.

7. Erindi Hróðnýjar Lund vegna undanþágu fyrir barnaverndarþjónustu.
Lagt fram til kynningar.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin tekur undir erindi Hróðnýjar Lund félagsmálastjóra Norðurþings og hvetur ráðuneytið að veita undanþágu vegna íbúafjölda umdæmisins. Við búum á mjög víðfeðmu svæði og eru það áhyggjur okkar að jaðarsvæðin gleymist einna helst ef við þurfum að uppfylla 6000 manna viðmið.

Samþykkt samhljóða.

8. Gott að eldast - heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk.
Lagt fram til kynningar.

9. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlands Eystra 28.06.2023.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur til að fundargerðir heilbrigðisnefndar Norðurlands Eystri verði hér eftir lagðar fyrir umhverfis- og skipulagsnefnd þar sem málefni HNE heyra frekar þar undir.

Samþykkt samhljóða.

10. Gönguskíðabraut.
Eftirspurn hefur verið eftir gönguskíðabraut innan sveitarfélagsins. Bændur í Holti hafa útbúið spora sem er dreginn af vélsleða til að útbúa braut. Þau eru tilbúin að lána sporann til þess að leggja braut í vetur.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin fagnar erindinu og kemur málinu í farveg.

Samþykkt samhljóða.

11. Frístundastyrkur og verðskrá íþróttahúss.
Sigurbjörn Veigar Friðgeirsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðvar ræddi um gjaldskrá íþróttahússins í tengslum við frísundastyrk.

12. Önnur mál
     a. Breytt fyrirkomulag forvarna hjá embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra
Embættið er að fella niður starf forvarnarfulltrúa frá og með 1. September 2023.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin harmar að verið sé að fella niður starf forvarnarfulltrúa þar sem enda hefur það löngu sýnt sig að forvarnir eru hagstæðari og áhrifaríkari en að bíða eftir að skaðinn skeður.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 17:05

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?