Fara í efni

8. fundur velferðar- og fræðslunefndar

08.06.2023 15:00

Fundur velferðar- og fræðslunefndar

8. Fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 8. júní 2023 kl. 15:00.

Mætt voru: Sigríður Friðný Halldórsdóttir formaður, Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, Karítas Ósk Agnarsdóttir, Þórarinn J. Þórisson, Margrét Guðmundsdóttir og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Einnig sátu undir lið 1-5 um fræðslumál eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Skólastjóri Grunnskólans Hilma Steinarsdóttir, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir skólastjóri Leikskólans Barnabóls og Hjördís Matthilde Henriksen fyrir kennara Barnabóls.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hún spurði hvort athugasemd væri gerð við fundarboð og dagskrá

Fundargerð

Fræðslumál

1. Fundargerð menningarmiðstöðvar Þingeyinga 23.05.2023
Fundargerðin lögð fram

2. Tilboð í aðalskoðun leiksvæða frá BSI
BSI hefur lagt fram tilboð í skoðun á leikvöllum skólanna á Þórshöfn

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir framkomið tilboð og felur skólastjórum og sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða.

3. Önnur mál
Námsleyfi (með vinnu), skólastjóra Grunnskólans vegna diploma náms í „farsæld barna“, nýjum lögum sem tekið hafa gildi.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin lýsir ánægju sinni með að starfsfólk nýti sér möguleika á endurmenntun. Nefndin óskar skólastjóra velfarnaðar í náminu.

Velferðarmál

1. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra 03.05.2023
Fundargerðinni vísað til skipulagsnefndar.

2. Skráningarkerfi íþróttahreyfingarinnar ásamt tilboði um áskrift
Sigurbjörn Veigar Friðgeirsson gerði grein fyrir tilboðinu og tilgangi þessa kerfis. Á ársþingi Héraðssambands Þingeyinga var eftirfarandi bókað: „Alherjar- og íþróttanefnd leggur til að stjórn HSÞ hefji samræður við sveitarfélög á starfssvæði HSÞ um að þau greiði fyrir áskrift aðildarfélaga HSÞ fyrir rafrænt skráningarkerfi“.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin mælir með því að sveitarfélagið greiði fyrir áskriftina að „Sport-abler“ sem er að upphæð kr. 147.305.- ári miðað við núverandi iðkanatölu og styrkja þannig frístundafélög á svæðinu.

Samþykkt samhljóða

3. Önnur mál

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið Kl 16:00

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?