Fara í efni

7. fundur velferðar- og fræðslunefndar

10.05.2023 15:00

Fundur velferðar- og fræðslunefndar

7. Fundur velferðar- og fræðslunefndar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2, miðvikudaginn 10. maí 2023 kl. 15:00.

Mætt voru: Sigríður Friðný Halldórsdóttir formaður, Karítas Ósk Agnarsdóttir, Þórarinn J. Þórisson, Margrét Guðmundsdóttir og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Einnig sátu undir lið 1-5 um fræðslumál eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Skólastjóri Grunnskólans Hilma Steinarsdóttir og Lára Björk Sigurðardóttir fyrir kennara grunnskólans, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir skólastjóri Leikskólans Barnabóls og Hjördís Matthilde Henriksen fyrir kennara Barnabóls.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hún spurði hvort athugasemd væri gerð við fundarboð og dagskrá

Fundargerð

Fræðslumál

1. Farsæld á fyrsta ári. Innleiðing laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna árið 2022
Erindi lagt fram til kynningar.

2. Ytra mat Grunnskólans á Þórshöfn
Hilma Steinarsdóttir skólastjóri fer yfir framvinduskýrslu ytra mats Grunnskólans á Þórshöfn. Vinna komin vel á veg. Verður unnið frekar að innra mati næsta haust.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti framvinduskýrslu og felur skólastjóra að senda hana áfram til Menntamálastofnunar. Framvinduskýrsla verður tekin aftur upp á fundi í október.

Samþykkt samhljóða.

3. Skýrsla skólastjóra Grunnskólans á Þórshöfn

4. Skýrsla skólastjóra Leikskólans Barnabóls
Liður a) Skóladagatal 2023-2024, frestað á síðasta fundi nefndar.

Bókun um afgreiðslu: Skóladagatal lagt fram, nefndin samþykkir skóladagatalið.

Samþykkt samhljóða.

Liður b) Yfirferð rekstrar - frestað á síðasta fundi nefndar.
Lagt fram til kynningar.

Liður c) Niðurstöður úr skólapúlsinum - frestað á síðasta fundi nefndar.
Lagt fram til kynningar.

5. Önnur mál
Liður a) Regnbogagata - Innsent erindi

Óskað er eftir því við nefndina að útbúin verði regnbogagata á Þórshöfn. Stungið upp á gangstéttinni upp Sunnuveg. Hægt væri að gera góða stund úr þessu þar sem íbúum samfélagsins er boðið að koma og mála saman.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin þakkar erindið og leggur til að keypt verði götumálning og verkefninu verði samtvinnað við hreinsunardag fjölskyldunnar í Langanesbyggð og þá verði málað bæði á Þórshöfn og á Bakkafirði. Sveitastjóra falið að koma málinu í farveg.

Samþykkt samhljóða.

Liður b) Aparóla
Á 43. fundi byggðaráðs 12. ágúst 2021 var erindi frá Dawid og Anetu þar sem þau hyggjast gefa Langanesbyggða “aparólu”. Erindinu var vísað til 36. fundar skipulags- og umhverfisnefndar 24. ágúst 2021 sem gerir eftirfarandi bókun: ,,Skipulags- og byggingarnefnd mælir með staðsetningu við skólann og íþróttahúsið. Samþykkt að kynna fyrirhugaða staðsetningu fyrir íbúum í næsta nágrenni við Pálmholt.”

Bókun um afgreiðslu: Staðsetningin hefur verið kynnt fyrir íbúum Pálmholts af íþrótta- og tómstundafulltrúa og íbúar setja sig ekki upp á móti staðsetningu. Ekkert er því til fyrirstöðu að setja hana upp.

Samþykkt samhljóða.

Velferðarmál

6. HSAM fundargerð frá 17.04.2023
Fundargerð lögð fram

Bókun um afgreiðslu: Nefndin tekur undir tillögu HSAM, undir önnur mál, í fundargerð og mælist til þess að umhverfis- og skipulagsnefnd taki þau fyrir.

Samþykkt samhljóða.

7. Tillögur að nýjum samþykktum fyrir frístundastyrk - seinni umræða

Bókun um afgreiðslu: Skrifstofustjóra falið að uppfæra samþykktir um frístundastyrk miðað við umræður.

Samþykkt samhljóða.

8. Umsókn um almennt leiguhúsnæði 05.04.2023

Bókun um afgreiðslu: Nefndin þakkar fyrir umsóknina. Eins og staðan er núna eru engar leiguíbúðir á vegum sveitarfélagsins lausar. Umsókn verður geymd og haft samband þegar íbúð losnar.

Samþykkt samhljóða.

9. Umsóknir um Leiguíbúðir fyrir aldraða:
a. Umsókn (ódags.)
b. Umsókn dags. 27.03.2023

Bókun um afgreiðslu: Nefndin þakkar fyrir umsóknina. Eins og staðan er núna eru engar leiguíbúðir fyrir aldraða lausar. Umsókn verður geymd og haft samband þegar íbúð losnar. Unnið er að lausn á húsnæðismálum aldraðra.

Samþykkt samhljóða.

10. Úthlutunarreglur íbúða fyrir eldri borgara og félagslegs húsnæðis
Úthlutunarreglur íbúða fyrir eldri borgara og félagslegs húsnæðis eru frá dags. 2017 og margt í þeim á ekki lengur við í dag og þörf á endurskoðun reglanna.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin mun leita eftir ráðleggingum félagsþjónustu Norðurþings við gerð nýrra reglna sem verða svo teknar fyrir í framhaldinu.

Samþykkt samhljóða.

11. Önnur mál

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið Kl 17:36

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?